á prjónunum...eða prjónavélinni allavega

DSC04557Hér eru 2 treflar sem ég prjónaði á prjónavélina.  Þetta er það fyrsta sem ég gerði á vélina og er svona það allra einfaldasta.  Ég gerði reyndar 3 trefla, en Magnea nappaði honum af mér (hann var fjólublár).  Ég er sjálf ekkert fyrir svona stóra trefla svo ég veit ekkert hvað ég á að gera við þá en ég lærði mikið á þessu.  Spurning hvort allir í familíunni fái trefla í jólagjöf hehe :)

Skólinn er kominn með nýja heimasíðu, sjá hér

 

 

 

 

 

 

DSC04577Ég fór á stóra handavinnusýningu um daginn og féll alveg fyrir þessu garni en þetta er blanda af hör og bómul.  Ég veit ekki alveg hvað ég geri úr þessu, spurning hvort það verður í prjónavélinni eða handprjónað.  Það verður bara að koma í ljós en ég hef um 500 g á spólunni svo ég ætti alveg að ná í peysu.  Kemur liturinn sem ég valdi einhverjum á óvart?? Garnið er frá þessari búð.

 

 

 

DSC04534

 Hér er svo brúðarkjóll sem prjónakennarinn minn prjónaði (á vél).  Mér finnst hann BARA flottur og einhverntíman verð ég orðin nógu klár til að vippa svona flík fram úr erminni :)  Það er allavega planið.  En svona án gríns.... hafið þið séð flottari kjól?

jæja, lærdómurinn bíður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband