verkefnið er búið!

DSC04655Svona leit stofugólfið mitt út á miðnætti í gær.  Allt á síðustu stundu en allt náðist fyrir rest.  Ég var númer 2 í röðinni að flytja verkefnið og komst þá að því að ég hafði bara ekkert hugsað út í það hvað ég ætlaði að segja eða hvernig ég ætlaði að koma þessu frá mér yfirhöfuð.  Við áttum að tala í 10 mínútur en ég talaði semsagt í heilar 5 mínútur..sko mig.  En ég lærði alveg heilan helling á þessu öllu saman og veit núna hvernig ég á að gera þetta fyrir næsta verkefni.

 

 

DSC04606Hér er svo pilsið á gínunni í hálfri stærð.  Efnið er poplin og ég væri alveg til í að gera mér svona pils.  Ég hafði aldrei áður saumað svona ´´indsnit´´, veit ekki hvað það heitir á íslensku þ.e þegar maður saumar niður tvo sauma að aftan og framan til að fá pilsið til að sitja betur.  Ég er bara nokkuð ánægð með árangurinn.  Ég hefði getað farið út í að gera eitthvað pils með skrýtið snið en ég treysti mér einfaldlega ekki til þess.  Svo er hún í undirpilsi úr tjulli sem er líka bleikt en ég held ég eigi ekki mynd af því.

 

 

 

 

 

DSC04608Ég saumaði hringi á nokkra staði í pilsið.  Mér fannst það gera það kvenlegra og líkara því sem ég vildi ná fram.  Það passaði líka betur inn í myndina af herberginu sem ég var með og ég vildi frekar sauma í efnið en að nota mynstrað efni.

 

 

 

 

 

 

 

 DSC04611                                                         Hér sést svo aftaná pilsið.  Þetta var í fyrsta skipti sem ég sauma falinn rennilás og hann hefði kannski mátt vera aðeins meira falinn hehe en æfingin skapar meistarann ekki satt. Þetta verður orðið rosalega flott hjá mér eftir nokkra mánuði.

Eftir að ég kom heim í dag kom smá spennufall.  Ég hef eiginlega ekki vitað hvað ég á af mér að gera í allan dag.  Lagðist upp í rúm með bók, bakaði svo múffur, sem eru mínar uppáhalds (uppskrift frá Sollu), vafraði um netið og nú er ég að hugsa um að taka aðeins upp prjónana áður en ég fer að hugsa um næsta verkefni.

Farið vel með ykkur

knús

H


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullt nýtt komið inn sé ég!  Gaman að fylgjast með og sjá hvað um er að vera hjá þér.  Námið hljómar rosalega spennandi, hvað er þetta langt nám?  Ef ég væri að fara í nám núna yrði það eitthvað svona, en þar sem ég er ekki að fara í nám, þá ætla ég að lifa í gegnum þig aðeins.......þannig að þú verður að vera dugleg að blogga!;)

Flottir treflarnir sem þú gerðir, hefurðu notað prjónavél áður?  Pilsið líka flott, og peysan sem þú gerðir þér, skemmtilegt munstrið í henni.  Og flott íbúðin, virkar mjög kósí hjá þér!

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Hrönn Magnúsar

hæhæ Jóhanna,

Námið mitt er 3,5 ár svo ég er bara rétta að byrja :)  Fyrsta árið er ég í prjóni, fatasaumi, útsaumi og vefnaði og svo seinna vel ég mér tvö fög til að einbeita mér að og svo að lokum bara eitt.  Ég hef aldrei notað prjónavél áður og hún er mjög spennandi en reynist mér líka erfið því þetta er svo allt allt öðruvísi.  Ég er að leita mér að vél til að hafa hérna heima svo ég geti æft mig betur og meira.  Hún býður upp á mikla möguleika en ég held nú að handprjónið muni alltaf hafa hug minn allann :)   Ég ætla að vera dugleg að blogga til að leyfa fólki að fylgjast með, alltaf svo gaman að fá smá athugasemdir frá fólki, takk fyrir að kvitta :)

kveðja og knús

H

Hrönn Magnúsar, 26.9.2009 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband