ný peysa

DSC04780jæja þá er fyrsta peysan sem ég hanna sjálf og prjóna tilbúin.  Þetta er búinn að vera mjög svo lærdómsríkur prósess en allt lukkaðist í lokin.  Ég prjónaði 6 metra af blúndu sem ég svo saumaði á.  Peysan er þæfð í þvottavél og er því prjónuð mjög stór.  Hún passar akkurat á mig nema ermarnar eru 3 cm of langar vegna þess að ég reiknaði þær vitlaust út. 

Að sjálfsögðu er hún vel bleik, bjóst einhver við öðru :) 

Ég kláraði ritgerðina sama morgun og átti að skila henni, ekkert rosalega sniðugt en ég er bara manneskja sem gerir allt undir pressu.

Er annars að drukkna í verkefnum en þetta er svo gaman að það skiptir engu.  Núna erum við búin í vélprjóni í bili og komin í handprjón og hekl.  Við erum að gera svokallað freeform prjón sem mér líst mjög vel á og eitthvað skemmtilegt á eftir að koma út úr því.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Flott peysan thin og gott ad thu ert ad hafa svona gaman ad thessu!

Johanna (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband