Gula peysan

DSC04010

Ég kláraði þessa peysu fyrir um mánuði síðan og hef varla farið úr henni.  Hún er úr bómullargarni, Rowan 4ply og yndislega mjúk og góð.  Og líka falleg.  Fyrst var ég í smá erfiðleikum með mynstrið að framan en svo var ég orðin háð því og gat bara ekki hætt þetta var svo skemmtilegt.  Núna langar mig að prjóna peysu sem er öll í gataprjóni þ.e ekki bara framstykkin eins og þessi.  Þessi átti reyndar að vera sumarpeysan í fyrra en lenti hálfprjónuð ofan í poka hjá mér.  Ég er ansi fegin að hafa tekið hana upp og klárað hana.  Hún á örugglega eftir að verða notuð þar til hún dettur í sundur ef ég þekki mig rétt, sem ég geri nokkuð vel :)  Hún er líka mjög falleg við pils og yfir kjóla og.....

I finished this sweater about a month ago and have been wearing it almost daily since.  I used Rowan 4ply, a yarn I really love.  So soft and comfy, both to wear and to knit with.  At first I was having trouble with the lace pattern but soon it became addictive and I just couldn´t stop knitting.  Now I want to knit a sweater that is all in lace.  Actually this one was supposed to be the summer sweater last summer but for some reason it ended up in a bag.  I´m really glad that I took it out and finished it.  I will probably be wearing it until it falls apart :)  Its really pretty with skirts as well and over dresses and..... 

DSC03664Og hér er hún svo á prjónunum.  Það er alltaf gaman að sjá peysu á prjónunum ekki satt?  Sérstaklega svona eftir á.

And here it is still on the needles.  Its always fun to see a sweater half way through, right?  Specially after its all knitted.

Eigið góðan dag dúllur, vonandi fáum við annan gleðidag í dag með góðu veðri.  Ég ætla að labba í vinnuna (um klukkutími) sem er bara yndislegt þegar veðrið er svona gott.

Have a good day dear friends, hopefully we will be getting another happy-day with good weather.  I am going to walk to work (takes about an hour) which is so wonderful when the weather is this good.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega kemur þú miklu í verk kona!  Ertu með fleiri tíma í deginum en við hin???:)  Ég er búin að prjóna sama sem ekki neitt frá því hann Othinn fæddist, tíminn bara hverfur!  Þannig að ég verð bara að skoða og sjá hvað allir aðrir eru að gera......

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Hrönn Magnúsar

Tja ég væri alveg til í að hafa nokkra auka tíma í sólarhringnum, allavega svona stundum :)  En ég tek þetta í törnum, stundum er ég rosalega dugleg og svo minna þess á milli. 

Hrönn Magnúsar, 1.6.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband