ný eldhúsmotta

DSC04723Mikið sem ég sakna uppþvottavélarinnar minnar.  Ég er ekki svo heppin að hafa eina slíka hér í Danmörku, enda veit ég ekki hvar hún ætti að komast fyrir í pínku-ponsu eldhúsinu mínu.  En ég var orðin þreytt á að vera alltaf að þurrka vatnið sem kemur undir diskastandinn og varð að finna lausn.  Ég hefði auðvitað getað farið út og keypt bakka eeennn það er ekkert gaman plús dýrt.  Svo sá ég þetta hér vissi ég að lausnin var fundin. 

Það eina sem ég þurfti að gera var að fara út í genbrug og finna gamalt handklæði og svo notaði ég efni sem ég átti fyrir restina.  Kostnaður við mottuna var því 5 kr danskar sem er nokkuð gott held ég bara.  Nú á ég bara eftir að gera mottu á baðið og svo aðra á eldhúsgólfið og þá er ég góð.

Ég er komin í 10 daga vetrarfrí og ætla að njóta þess eins og ég get.  Þarf reyndar að prjóna eitt stykki peysu á prjónavélina (er komin með lykla að skólanum) svo ég verð mikið uppi í skóla en samt gott að fá smá frí inn á milli.  Er að ná mér upp úr flensu sem ég held að hafi nú komið fyrst og fremst vegna þess hvað það er kallt hérna inni hjá mér.  Enda örugglega með því að kaupa rafmagnsofn.

En nóg í bili, farið vel með ykkur kæru vinir.

Hrönnslan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband