Færsluflokkur: Bloggar
26.2.2008 | 11:31
helgaryfirlit
Ég saumaði þetta litla krútt teppi um helgina. Efnin er ég búin að eiga lengi en þau eru endurgerð frá 1930 og var ég að geyma þau í eitthvað svona dúllulegt. Einhver lítil manneskja fær það sennilega þegar ég er búin að quilta það. Svo var ég að gramsa í kommóðu sem er í geymslunni og fann þar dúk sem ég var að sauma fyrir 4 árum og búin að steingleyma. Það tók mig ca hálftíma að klára það sem eftir var....ég geri þetta alveg ótrúlega ótrúlega oft, hætti með eitthvað þegar bara smá er eftir...já sálgreinið nú það!!
Fylgdist að sjálfsögðu með júróvisjón á laugardagskvöldið. Það gekk nú ekki alveg áfallalaust fyrir sig. Ég ákvað nefnilega að poppa...aha myndu nú margir segja.... ég skellti olíu og mais í popp pottinn og fór svo inn í stofu að horfa á herlegheitin. Eitthvað fannst mér þetta taka grunsamlega langan tíma og þegar ég mætti í eldhúsið á ný var poppmaisinn brunarústir einar, allt í reyk...reykskynjarinn í gang..nágrannar bankandi til að athuga hvað ég væri nú að brasa (hahem set reykskynjarann soldið oft í gang)... Ég ákvað að prófa aftur (mjög bjartsýn) í öðrum potti og það sama gerðist. Svo núna sit ég uppi með 2 potta sem er ótrúlega erfitt að þrífa... og auðvitað langaði mig enn meira í popp. Maisinn hefur örugglega verið ónýtur, kannski ekki sniðugt að kaupa lífrænan?? Annars finnst mér nú júró lagið hjá spaugstofunni alltaf standa fyrir sínu, hvað finnst ykkur?
En í gærkvöldi fór ég í bíó og fékk mér sko popp...looooksins. Ég og pabbi sáum ,,Into the wild´´ myndina. Ég er búin að vera að hlusta á tónlistina úr myndinni (já Eddie Vedder er minn maður) síðan löngu fyrir jól og búin að bíða spennt að sjá herlegheitin. Ég verð nú bara að segja að betri mynd hef ég ekki séð lengi. Það er nú ekki til meiri andstæða við Rambó myndina sem ég sá um daginn, en auðvitað ekki alveg réttlætanlegt að bera þær saman, þær eru fínar hvor fyrir sig. Þegar ég kom heim leið mér eins og tómri tunnu.....oooh ég er ekki með neinar svona meiningar og þvílikar pælinar og ást á lífinu osfrv osfv... ég myndi reyndar ekki vilja deyja ein í óbyggðum Alaska, ónei, en kannski hægt að fara milliveginn. Semsagt endilega sjáið þessa.
Er að hlusta á Moogie boogie þessa dagana við saumaskapinn, hann er góður kallin, já það er hann.
Jæja, best að koma einhverju í verk í dag úúúuuu hádegismaturinn er tilbúinn...
Pönnslan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 20:19
Gleði í bæ
Það er sauma-maraþon um helgina. Ég er með 3 teppi í vinnslu í augnablikinu (alltaf soldið ýkt, ég veit). Þetta til hliðar er tilbúið og ég ætla að eiga það alveg ein.... Hvað verður um öll þessi teppi sem eru í vinnslu núna hef ég ekki hugmynd um....er hægt að eiga of mörg bútateppi?? Neibb hélt ekki. En ef einhverjum vantar teppi þá er bara að rétta upp hönd. Þegar Veigar Tjörvi gistir hjá mér hleð ég teppum ofan á hann, alveg þangað til ég er farin að hafa verulega áhyggjur af því hvort hann geti andað. Svoooo kósí.
Ég hlusta rosalega mikið á rás 2, bæði í vinnunni og heima. Finnst hún vera eina útvarpsstöðin sem hlustandi er á (fyrir utan gufuna sem er auðvitað fín líka). Undanfarið hefur Þursaflokkurinn verið mikið spilaður. Sem er kannski ekki skrýtið því þeir eiga jú 30 ára afmæli. Og ég verð nú bara að viðurkenna það að mér finnst þeir alveg meiriháttar. Þarna er ég að uppgötva alveg nýja hljómsveit (alltaf aðeins of sein). Það eru nokkrir tónlistarmenn sem fara í mínar fínustu (þið vitið hverjir þið eruð) og er Egill Ólafsson einn af þeim (fer ekkert nánar út í það). Þessvegna er svona skrýtið hvað ég fíla þursarana....sko maður á greinilega aldrei að segja aldrei...það er bara þannig. Svo er hljómsveitin Simply Red alveg til að gera mig græna í framan, ég bara höndla þá alls ekki. Og það er einhver á Bylgjunni sem spilar þá á hverjum eeeiiinasta degi.....ég legg ekki meira á ykkur!!
Mamma hringdi í mig áðan, henni líður mjög vel á Indlandi....er hægt annað segi ég nú bara. Hún er í brjáluðum jóga æfingum og hugleiðslu. Lifir á ávöxtum, grænmeti og jurtatei. Inn á milli dekurs og nudds gerir hún 70 magaæfingar. Sko mína :)
Íbúðin er farin að líkjast ....jah....ég veit ekki hverju. Ég skal reyna að útskýra. Í svefniherberginu er mósaik í gangi...í eldhúsinu er saumavélin (ásamt strauborði etc) og svo eru 3 mósaik verkefni í gangi í stofunni ásamt efnum út um allt. Jamm það er gaman hjá mér núna. Það er ekkert í gangi inni á baði samt, svo ég get farið þangað til að komast í smá ,,frí´´.
Ég er ekki alveg búin að læra á þetta mynda dæmi, var að reyna að setja inn mynd af villtum jarðarberjum hérna fyrir neðan en þau koma síðar. Ég get varla beðið eftir að komast í þau aftur núna í sumar.....myndin kemur semsagt næst.
Farið vel með ykkur um helgina elskurnar,
pönnsan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 19:01
Ég veit líka leyndarmál.....
Höfuðverkurinn er aftur orðinn jafn slæmur og hann var og ég veit ekki afhverju. Ég fann hvað ég varð pirruð aftur og allt logaði innan í mér svo varð ég bara döpur og hef verið í um viku. Núna er ég búin að ákveða að leyfa mér bara að vera soldið döpur, það er bara allt í lagi.
Annars hefur saumaskapur átt hug minn allann undanfarið. Það er ekkert skemmtilegra en að velja saman efni í nýtt teppi. Er búin með 1 og tvö önnur á leiðinni, bara gaman. Fyrir nokkru keypti ég 8 metra af hvítu efni. Ég er reyndar ekki vön að nota hvítt í teppin mín svo ég veit ekki alveg hvaðan þessi hugdetta kom. Ég bjóst allavega við því að eiga þetta í nokkur ár. En núna á ég innan við meter eftir og vantar meira. Það skrýtna er að ég man bara ekkert í hvað þetta hefur farið. Ætli ég sé ekki farin að sauma á næturnar og fel þetta svo einhversstaðar? Jú alveg örugglega. Teppið sem ég saumaði um daginn var nú soldið hvítt, en ekki 7 metra hvítt samt! Í dag fór ég í gegnum efnin mín (ohh hvað ég eeelska að handfjatla þau :) og fann fullt af efnum sem ég keypti á e-bay í fyrra. Þetta eru endurgerð efni frá því um 1930 og litirnir og mynstrin ótrúlega falleg. Og hvað passar best með þessum litum? Jú einmitt...hvítt. Þetta er ég búin að vera að dunda mér við í dag.
Ísskápurinn minn lítur svona út í dag:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 17:37
bleiki náttkjóllinn
það gerðist nú ekki mikið í síðustu viku. Var í einhverju skrítnú fönki. Og þó, reyndar gerðist þetta:
Ég er búin að vera að mála og ákvað á miðvikudagskvöldið að klára eina mynd. Ekkert athugavert við það svosem. Ég settist við eldhúsborðið (trönurnar Magnea mín, trönurnar sem þú gafst mér...). Ég var í uppáhaldsnáttkjólnum mínum og tveim mínútum seinna var ég komin með þrjár (þrjár!!!) málningarklessur framan á mig!! Ég panikaði þvílíkt, úr kjólnum, klessti einhverju blettaefni yfir málninguna (sem er svo lífrænt að það virkar ekki baun) og hljóp með þetta í þvottavélina. Nú svo þurftir ég auðvitað að jafna mig aðeins á þessu.....og þá rann upp fyrir mér að............. Ég vinn í fatahreinsun!! Á hverjum einasta degi segi ég við fólk sem er að koma með blettótt föt ,,ekki gera NEITT þá festirðu blettinn´´!!!!
neeeiiiiiiiiiii.................
Ég varð aftur alveg miður mín. Þetta er sko náttkjóll sem kostaði næstum 8 þúsund krónur í Noa Noa og er súper mjúkur og súper sætur. Hver málar í fínu fötunum sínum?? Greinilega ég. Og þetta er sko ekki í fyrsta skiptið, setti til dæmis olíu málningu í fallega gula skyrtu sem amma lang gaf mér.
Þarna fyrr um morguninn fór ég með dúk upp í hreinsun (munið lélegt lífrænt blettaefni heima hjá mér) og var einmitt að hlæja yfir því að ég var búin að eiga dúkinn í hálftíma (í alvöru, hálftíma) þegar ég var búin að setja límklessu í hann. Þar sem dúkurinn er blár saumaði ég stóran humar, fiska og fleira sjávarfang á dúkinn. Þegar ég var búin að þessu tók ég eftir því að mér hafði tekist að hylja EKKI blettinn með líminu. Þessi dúkur er í miklu uppáhaldi samt og ég nota hann mikið.
En allavega, áfram með söguna.... ég gekk að þvottavélinni með hjartað að springa...og hvað haldiði..? Málningin fór úr!!! Lífrænt blettaefni er BEST!!! eða það að málningin var enn blaut, gæti verið... Ég þyrfti eiginlega svona plast peysu (eða hvað það kallast) eins og krakkarnir nota. Ætli það sé til í mínu númeri?? Gæti reyndar saumað saman einhverja bónuspoka.....
Er með 4 nýjar bækur að lesa, þær eru:
1. Waldor education - inngangur að heimspekinni, leikskóla- og skólafræðunum. Er að lesa hana núna. Glimrandi alveg.
2. Homemaking as a social art - Ekki byrjuð á henni, set link hér til hliðar
3. Festivals, family and food - Var með hana í höndunum í allt gærkvöldi. Skiptist í árstíðarnar og svo í þær hátíðir sem eiga við. Hugmyndir að leikjum, mat, föndri, söng og ýmsu öðru. Frábær bók
4. Gluten-free girl - Er búin að vera á leiðinni að lesa þessa í langan tíma. Það er nú slatti af uppskriftum í henni, en annars er þetta aðallega svona ,,lestrar´´ bók.
Svo er ég líka með einhverja skálsögu sem byrjar allavega vel, man ekki alveg hvað hún heitir og nenni ekki að ná í hana í augnabliknu....letin alveg að fara með mig í dag.
Ooohhhh ég eeelska amazon!!!
Farið vel með ykkur krúttin mín og eigið góða helgi!
sú bleika
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 15:58
maður verður að bjarga sér
Ég var með plan í morgun. Þar sem ég var ekki enn búin að skila 2 bókum á bókasafnið fyrir hana Magneu (átti að skila þeim í byrjun jan) ákvað ég að nú væri kominn tími á plan...annars verða þær bara hér hjá mér. Svo planið gekk semsagt út á það að taka bækurnar með í vinnuna og fara síðan úr strætó í lækjargötunni og rölta á bókasafnið. Og þar sem mig vantaði eitthvað appelsínu/brúnt í mósaik ákvað ég að kíkja í kassann fyrir utan Fríðu frænku... (og svo kom auðvitað snjóbylur en það er ekki aðalefni sögunnar). Þar sem ég vinn úr gömlum diskum og slíku í mósaikið mitt er erfitt að hengja sig á að vanta einhvern ákveðinn lit og ég vildi ekki fara inn í búðina því það getur verið soldið hættulegt fyrir budduna. Allavega þá var ég þvílíkt heppin því í kassanum að þessu sinni voru fullt fullt (fullt) af diskum sem ég get notað....og appelsínu/brúnir (fyrir nýju hafmeyjuna) og á 50 kr stykkið....frábært...svo planið var inn að borga og á bókasafnið... þegar inn var komið gáfu þær mér risastóran fullan poka af diskum, skálum, bollum og öllu mögulegu....þær eru alveg yndislegar!! Ég hef nokkrum sinnum fengið svona poka hjá þeim og það eru alveg jólin hjá mér þegar það gerist...svo þurfti ég semsagt að burðast með pokann á bókasafnið og heim. Ég er viss um að pokinn var 25 kíló...lágmark. Alla leiðina heim var ég alltaf svona að kíkja aðeins í pokann og sjá hvaða gersemar leyndust þar...ég er svo hrikalega forvitin. Svo datt ég auðvitað rétt áður en heim var komið, og beint ofan á pokann en ekkert brotnaði, sem reyndar skiptir ekki máli þar sem ég brýt þetta allt hvort eð er. En í pokanum leyndist ótrúlega falleg bleik skál með loki sem er alveg tilvalin fyrir kartöflur (hún er hvort eð er of þykk til að nota).
Ég og pabbi fórum á Rambó í Háskólabíó í gær. Rambó er náttúrulega últra kúl sem er frekar fyndið en það var sko ekkert fyndið við ofbeldið....jeremías eini og allir hans frændur. Í hlénu áttaði ég mig á því að ég var alveg á fullu að sálgreina bæði Rambó og vondu kallana. Ég held að svona stráka myndir séu ekkert hugsaðar fyrir það neitt. En hún er mjög spennandi og hin besta skemmtun.
Mikið rosalega fara þessar nýju mjólkurauglýsingar í mig... og það fer líka í mig að þær skuli fara í mig. Ég drekk sjálf ekki mjólk og hef ekki gert í 12 ár og lít ekkert út eins og langt leiddur sjúklingur eða verra eins og þetta fólk í auglýsingunni. Mjólk er ekki eini kalk gjafinn eins og þeir eru að reyna að halda fram. Sjálf drekk ég 2 glös af möndlumjólk á dag og það fullnægir kalkþörf dagsins. Svo er bara að vera duglegur að nota sesamfræ og dökkgrænt grænmeti, ásamt ýmsu öðru. Svona heilaþvottur fer allavega ekki vel í mig og ég er ekki sú eina sem þoli ekki þessar auglýsingar....en nóg af þessari neikvæðni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2008 | 18:19
Slæm byrjun á ágætis degi
Jæja,
Þegar ég vaknaði í morgun langaði mig í mangó boost. Það gerist nú ekki einfaldari morgunmatur svo ég tölti í eldhúsið. Innihaldið er semsagt: klakar, frosið mangó, banani og sojamjólk með vanillu (jább boost barinn í kringlunni er með þetta og þetta er baaara gott). Hálfnuð við þetta brall dó blandarinn. Ég er undir álögum, þetta er ekki fyrsti og ekki annar blandarinn sem ég stúta. Og ég er ekkert að kaupa þá ódýrustu, nei nei...ég meina fyrir hvað eru þessir blandarar hannaðir??
Svo kveikti ég á útvarpinu og heyrði að það væri slæm færð og fólki ráðlagt að vera ekki á ferð að óþörfu. Það er aldrei gott að heyra svona fréttir þegar maður er á Strætó. Ég hljóp út haldandi á úlpunni, húfunni og fréttablaðinu afþví ég var alveg að missa af strætó (og hann er á hálftíma fresti þar sem ég bý). Eeeenn strætó kom 20 mínútum of seint og ég var að verða að grýlukerti...og svo datt ég á leiðinni inn i strætó....
Já þetta bara var ekki minn morgunn...svo einfalt er það
Ég kom auðvitað of seint í vinnuna en var nú komin í ágætisskap samt. Þá kom kona og sagði að ég væri með svo mikið ljós í kringum mig, ég geyslaði af orku og ég veit ekki hvað og hvað... og hún bara hélt áfram og áfram, svo endaði hún á því að segja ,,þú átt að vera náttúrulæknir´´...jahá það er nebblega það.... Síðan kom kúnni og konan sagði við mig ,,ég kem aftur og tala við þig, það er margt sem þú þarft að vita´´. Já já...ég bara vissi ekkert hvað ég átti að segja...takk??
Restin af deginum gekk áfallalaust fyrir sig...sjúkk. Ekki alveg að höndla meira á einum degi. Ég er reyndar búin að vera að tala rosalega illa til sjálfrar mín í huganum...ég myndi aldrei aldrei nokkurntíman koma svona fram við aðra manneskju. Einu sinni var sagt við mig að orkan sem við notum í að brjóta okkur sjálf niður er miklu sterkari en nokkur kjarnorkusprengja. Nokkuð til í þessu held ég.
Það er búið að rífa teppið af stigaganginum og þvílíkur munur þó þetta sé nú ekki fagurt þarna undir er allt skárra en þetta ógeðs teppi sem var á. Svo er búið að mála 4 bláa liti á vegginn (prufur). Það á að vera hvítt fyrir ofan og greinilega blátt fyrir neðan. Blátt er reyndar alls ekki litur sem ég myndi velja persónulega, sérstaklega ekki þeir sem eru á veggnum. Finnst blátt of dökkt á svona lítinn gang og hætta á að þetta verði yfirþyrmandi, ég myndi velja gul/appelsínu eitthvað. En ég er nú eiginlega fegin að taka engan þátt í þessu öllu saman. Ég er sú eina sem er í leiguíbúð í húsinu og bíð bara spennt eftir að málararnir verði búnir og komið nýtt teppi....vúhú
En nóg í bili....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 20:02
Efni dagsins: söngur, búningar, danir og svíar....já og pizza..
Jæja þá er öskudagur að kveldi kominn. Dagurinn byrjaði á því að strætó strákurinn borgaði mér tilbaka, ég var nú ekkert að fara fram á það en það sýnir nú að enn hefur mannkynið von og allt það.
Að sjálfsögðu var ég með englavængina mína í dag, ég get jú bara notað þá nokkrum sinnum á ári svo um að gera að nýta hvert tækifæri (það er mjög nauðsynlegt að eiga allavega einn grímubúning í fataskápnum....lágmark). Þarf samt að fá mér einhverja hárkollu líka, komst að þeirri niðurstöðu í dag. Og svo var sungið fyrir mig...og sungið og sungið og sungið. Bjarnastaðarbeljurnar voru vinsælastar á eftir gamla nóa (sem er náttúrulega klassík). Mér finnst æðislegt þegar krakkar koma og syngja lag sem búið er að æfa og virkilega leggja sig fram, sumir voru meira að segja með texta og syngja mörg erindi. Það er bara gaman. Eeeennn þegar maður fær unglinga sem segja ,,mig langar í nammi´´ eða ,,saltkjöt og baunir túkall´´ er ég nú ekki alveg sátt. Svo voru nú einhver frumsamin lög þarna líka sem var frábært. Ég þurfti að giska nokkrum sinnum á hvað viðkomandi ,,var´´. Sagði við einhvern ,,nei nei er ekki þessi rosalegi frankenstein kominn´´ þá sagði strákurinn ,,ég er mafíósi´´ og í vini hans heyrðist ,,ég sagði þér að þetta væri fáránleg gríma´´. Frekar fyndið. Einn strákur var í svörtum fötum og með fótboltahúfu svo ég spurði hann hvort hann væri fótboltamaður, nei nei, hann var leigumorðingi og með (gerfi)hníf í vasanum...ó..auðvitað. En allt í allt var þetta mjög gaman en ég var samt sátt þegar nammið var búið og ég gat farið að vinna. Maður vinnur nefnilega ekkert (þá á ég við EKKERT) þá 3 tíma sem söngurinn tekur.
Reyndar gerðist nokkuð sem mér fannst fáránlegt: 4 krakkar voru að syngja fyrir mig og í miðju lagi kemur kúnni og gat ekki beðið eftir að lagið væri búið heldur tróð sér framfyrir krakkana og ýtti þeim frá
???????
halló!....öskudagurinn er einu sinni á ári....og það er ekki eins og sé verið að syngja mörg erindi. Jæja nóg um það. Ég leyfði krökkunum að klára og gaf þeim sleikjó og svoooooo afgreiddi ég konuna....sem hefur nú örugglega pirrað hana ...haha
Grund er með hattadag á öskudaginn og allir með flotta hatta...svona á þetta að vera, þetta kalla ég almennilegt. Legg til að fyrirtæki taki þetta upp á næsta ári.
Ég hringdi út í skólann i danmörku í morgun (og tókst að tala alveg á dönsku, sko mig) til að spyrja hvort ég mætti skrifa bréfið mitt á ensku.... neibb á dönsku skal það vera svo ég held bara áfram sveitt....er komin með aaaaannsi marga uppdrætti....þetta er mun erfiðara en ég hélt. Ég skil mikla dönsku og get nú alveg gert mig vel skiljanlega en það er erfitt að skrifa bréf sem þarf að vera mjög nákvæmt og að ná þeim tón sem ég vil í bréfið. En hvernig á ég þá að fara að því að skrifa ritgerðir og það allt ef þetta eina bréf er of mikið??? mikið búin að velta þessu fyrir mér í dag....endilega komið með pepp því mér er alveg að bresta kjarkur....
Kvöldmaturinn í kvöld....pizza... og mér tókst loksins að gera glútenlausan botn sem er vel ætur, eiginlega bara nokkuð góður og mun pottþétt halda áfram að þróa hann að mínum smekk. Hugsa að ég bæti möluðum heslihnetum saman við næst og svo gleymdi ég að setja möluðu hörfæin saman við (skamm skamm)
Mamma er semsagt föst í danaveldi hjá Magneu og co. Vona að hún fari að komast áfram til Indlands, þeir eru nú meiri....eitthvað jákvætt...þessir Svíar að klúðra miðanum hennar svona. En þetta eykur bara sagnagildi ferðarinnar...ekki satt?
Farið vel með ykkur elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 20:57
Bolla bolla
Kæru vinir nær og fjær...
Hvað haldiði...ég gerði góðverk í morgun, nývöknuð og næstum frosin útí kuldanum. Var semsagt nýkomin inn í strætó þegar strákur kemur inn og fer að ræða við vagnstjórann hvort hann geti ekki bara fengið frítt í strætó. Vagnstjórinn var nú ekki á því en stráksi gaf sig ekki. Eftir smá tíma var vagnstjórinn farinn að æsa sig og næstum öskraði ,,það er alltaf verið að skamma okkur fyrir að gera þetta´´. Stráksi hélt áfram pallrólegur ,,já en ég á bara ekki pening í strætó og ég verð að komast í skólann.´´ Svo ég rölti til hans og gaf honum í strætó... Stráksi minnti mig á hana Magneu mína, þetta er eitthvað sem hún myndi gera. Já já, ég hef nú gefið mörgum í strætó í gegnum tíðina..allir að hjálpast að og allt það.
En jú jú það er bolludagur í dag. Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá borða ég ekki bollur. Og það kemur glúteninu og sykrinum ekkert við í þessu tilfelli. Ástæðan er sú að þegar ég var 7 ára var ég hjá vinkonu minni á bolludaginn og mamma hennar var að baka vatnsdeigsbollur. 'I minningunni voru bollurnar 300 og út um allt eldhús en ég er nokkuð viss um að þeim hefur fjölgað eitthvað í hausnum á mér. Við máttum borða eins mikið og við vildum og það við gerðum. Lítli maginn minn þoldi það ekki og ég varð veik. Alveg síðan þá hef ég ekki getað borðað eina einustu bollu, hvorki vatnsdeigs- eða venjulegar. Ég fékk alltaf að hafa með mér snúð í skólann í staðinn á þessum merka degi.
Bossinn minn kom reyndar með kassa af bollum til mín í dag, sagði að hún væri nokkuð viss um að ég borðaði þetta ekki en ákvað að koma með þetta samt. Ég gat ekki einu sinni opnað kassann en mér fannst þetta ótrúlega fallegt af henni þrátt fyrir það. Sú sem kom á eftir mér á næstu vakt neyddist til að borða þetta allt saman :)
Máni og Hafrún eru að koma til mín í mat á föstudaginn. Er að hugsa um að hafa kjúlla og eitthvað grænmetis meðlæti og kartöflusalat. Ok það gekk ekki vel síðast þegar ég eldaði kjúkling (fer ekkert nánar út í það hér) en ætla að reyna aftur. Mér finnst reyndar frekar ógeðfellt að koma við heilan kjúkling svo fer bara í 7 lög af hönskum....þetta hlýtur að vera eitthvað svona dæmi sem maður venst. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur? Þau verða semsagt í mat hjá mér allavega einu sinni í viku svo ég verða að finna eitthvað sem þau borða....eða bara venja þau við grænmetið smám saman.
Annars ætlar Máni kjáni að fá að koma til mín á daginn og læra, þá get ég líka aðstoðað hann eitthvað.
jæja, nóg í bili
koss og knús á ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 20:03
Kaldur laugardagur
Ég vaknaði í rólegheitunum í morgun og eldaði svo góðan hádegismat (tófú m. spínati). Södd og sæl ákvað ég að rölta niður í bæ þar sem mig vantaði lím. Ég var nú vel klædd en ó mæ goood hvað það var kalt, ég hélt að eyrun dyttu hreinlega af. Og ég sem var að hugsa um að fara í klippingu...þarf alvarlega að endurskoða það held ég...svona vegna kulda
Þar sem ég var komin í bæinn á annað borð ákvað ég að kíkja upp í börn náttúrunnar og spjalla aðeins við góðu konuna þar. Það reyndist vera hin besta skemmtun og komst ég m.a að því að:
-það er mikil vöntun á steiner lærðu fólki á íslandi, ein ástæðan er einfaldlega sú að fólk skilar sér ekki heim aftur að námi loknu
og....
-það eru langir biðlistar inn á bæði leikskólann í lækjabotnum og í miðbænum, vantar semsagt fleiri skóla.
Þannig að ég held að ég sé nú alveg á réttu róli með þetta allt saman. já og líka það að nú fæst allavega hluti námsins metinn hér á landi.
Svo fór ég heim og bjó til súkkulaði...nammi namm. Fann nefnilega kakó nibs í heilsuhúsinu og var næstum búin að hrópa ´´halelúja´´ yfir alla búðina. Labbaði brosandi heim.
Áðan ætlaði ég að nota límið en fannst það eitthvað skrýtið og við nánari athugun kom í ljós að ég keypti voðalega tæknilegan leiðréttingaborða. Svo mig vantar enn lím, sé til hvort ég leggi í aðra bæjarferð á morgun...úff tilhugsunin er nú ekkert rosalega mikil....
Á föstudaginn fórum ég og Jóhanna á Kjarvalstaði og kíktum á Mikisen sýninguna. Naive myndirnar hans eru þvílíkt flottar og að sjálfsögðu notar maður tækifærið til að sjá þær svona læv.
jæja léleg sjónvarpsdagskrá framundan...vúhú....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 08:18
er eitthvað fallegra en kona sem hlær?
sælir kæru vinir
Horfi út um gluggann á snjóinn og hugsa, hvenær verður þetta búið...en ég mun sakna hans þegar hann fer svo um að gera að njóta frekar ekki satt?
Mamma lögð af stað á vit ævintýranna og Magnea (Nagnea eins og danir eru búnir að skíra hana) byrjuð á sínu... Ég er að undirbúa mitt. Já þetta verður frábært ár fyrir okkur öll, það er ég alveg viss um.
Er farin að vakna fyr á morgnana en ég gerði, kveiki á rás 2 og fæ mér te bolla í staðinn fyrir að vera í stressi að koma öllu í verk. (Og greinilega í tölvunni líka, sem er í góðu lagi).
Ætla að klára bútateppi og mósaik um helgina auk þess að taka svolítið til hérna hjá mér.
Eigið góða helgi og knúsið fólkið ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)