er eitthvað fallegra en kona sem hlær?

sælir kæru vinir

 Horfi út um gluggann á snjóinn og hugsa, hvenær verður þetta búið...en ég mun sakna hans þegar hann fer svo um að gera að njóta frekar ekki satt?

Mamma lögð af stað á vit ævintýranna og Magnea (Nagnea eins og danir eru búnir að skíra hana) byrjuð á sínu...   Ég er að undirbúa mitt.  Já þetta verður frábært ár fyrir okkur öll, það er ég alveg viss um.

 Er farin að vakna fyr á morgnana en ég gerði, kveiki á rás 2 og fæ mér te bolla í staðinn fyrir að vera í stressi að koma öllu í verk.  (Og greinilega í tölvunni líka, sem er í góðu lagi).

Ætla að klára bútateppi og mósaik um helgina auk þess að taka svolítið til hérna hjá mér.

Eigið góða helgi og knúsið fólkið ykkar.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku dóttir/systir erum hérna í roki og rigningu. Fyrsta vetrarveðrið hérna í Baunalandi( Típíst að mamma skildi koma með skíta veður með sér haha) Gaman að þú sért farin að blogga við verðum tíðir gestir hérna inni.

P.s.

Það var yndislegt að fá bréfin frá þér og vestið er alveg það sem ég var búin að hugsa:) nema kannski soldið síðara

Hlökkum til að lesa meira og stattu þig kjelling svo þú komist fyrr til mín

Mamma og stóra litla systir 

Mamma og Nagnea (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband