Kaldur laugardagur

Ég vaknaði í rólegheitunum í morgun og eldaði svo góðan hádegismat (tófú m. spínati).  Södd og sæl ákvað ég að rölta niður í bæ þar sem mig vantaði lím.  Ég var nú vel klædd en ó mæ goood hvað það var kalt, ég hélt að eyrun dyttu hreinlega af.  Og ég sem var að hugsa um að fara í klippingu...þarf alvarlega að endurskoða það held ég...svona vegna kulda

Þar sem ég var komin í bæinn á annað borð ákvað ég að kíkja upp í börn náttúrunnar og spjalla aðeins við góðu konuna þar.  Það reyndist vera hin besta skemmtun og komst ég m.a að því að:

-það er mikil vöntun á steiner lærðu fólki á íslandi, ein ástæðan er einfaldlega sú að fólk skilar sér ekki heim aftur að námi loknu

og....

-það eru langir biðlistar inn á bæði leikskólann í lækjabotnum og í miðbænum, vantar semsagt fleiri skóla.

Þannig að ég held að ég sé nú alveg á réttu róli með þetta allt saman. já og líka það að nú fæst allavega hluti námsins metinn hér á landi.

Svo fór ég heim og bjó til súkkulaði...nammi namm.  Fann nefnilega kakó nibs í heilsuhúsinu og var næstum búin að hrópa ´´halelúja´´ yfir alla búðina.  Labbaði  brosandi heim.

Áðan ætlaði ég að nota límið en fannst það eitthvað skrýtið og við nánari athugun kom í ljós að ég keypti voðalega tæknilegan leiðréttingaborða.  Svo mig vantar enn lím, sé til hvort ég leggi í aðra bæjarferð á morgun...úff tilhugsunin er nú ekkert rosalega mikil....

 Á föstudaginn fórum ég og Jóhanna á Kjarvalstaði og kíktum á Mikisen sýninguna.  Naive myndirnar hans eru þvílíkt flottar og að sjálfsögðu notar maður tækifærið til að sjá þær svona læv.

jæja léleg sjónvarpsdagskrá framundan...vúhú....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband