4.2.2008 | 20:57
Bolla bolla
Kæru vinir nær og fjær...
Hvað haldiði...ég gerði góðverk í morgun, nývöknuð og næstum frosin útí kuldanum. Var semsagt nýkomin inn í strætó þegar strákur kemur inn og fer að ræða við vagnstjórann hvort hann geti ekki bara fengið frítt í strætó. Vagnstjórinn var nú ekki á því en stráksi gaf sig ekki. Eftir smá tíma var vagnstjórinn farinn að æsa sig og næstum öskraði ,,það er alltaf verið að skamma okkur fyrir að gera þetta´´. Stráksi hélt áfram pallrólegur ,,já en ég á bara ekki pening í strætó og ég verð að komast í skólann.´´ Svo ég rölti til hans og gaf honum í strætó... Stráksi minnti mig á hana Magneu mína, þetta er eitthvað sem hún myndi gera. Já já, ég hef nú gefið mörgum í strætó í gegnum tíðina..allir að hjálpast að og allt það.
En jú jú það er bolludagur í dag. Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá borða ég ekki bollur. Og það kemur glúteninu og sykrinum ekkert við í þessu tilfelli. Ástæðan er sú að þegar ég var 7 ára var ég hjá vinkonu minni á bolludaginn og mamma hennar var að baka vatnsdeigsbollur. 'I minningunni voru bollurnar 300 og út um allt eldhús en ég er nokkuð viss um að þeim hefur fjölgað eitthvað í hausnum á mér. Við máttum borða eins mikið og við vildum og það við gerðum. Lítli maginn minn þoldi það ekki og ég varð veik. Alveg síðan þá hef ég ekki getað borðað eina einustu bollu, hvorki vatnsdeigs- eða venjulegar. Ég fékk alltaf að hafa með mér snúð í skólann í staðinn á þessum merka degi.
Bossinn minn kom reyndar með kassa af bollum til mín í dag, sagði að hún væri nokkuð viss um að ég borðaði þetta ekki en ákvað að koma með þetta samt. Ég gat ekki einu sinni opnað kassann en mér fannst þetta ótrúlega fallegt af henni þrátt fyrir það. Sú sem kom á eftir mér á næstu vakt neyddist til að borða þetta allt saman :)
Máni og Hafrún eru að koma til mín í mat á föstudaginn. Er að hugsa um að hafa kjúlla og eitthvað grænmetis meðlæti og kartöflusalat. Ok það gekk ekki vel síðast þegar ég eldaði kjúkling (fer ekkert nánar út í það hér) en ætla að reyna aftur. Mér finnst reyndar frekar ógeðfellt að koma við heilan kjúkling svo fer bara í 7 lög af hönskum....þetta hlýtur að vera eitthvað svona dæmi sem maður venst. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur? Þau verða semsagt í mat hjá mér allavega einu sinni í viku svo ég verða að finna eitthvað sem þau borða....eða bara venja þau við grænmetið smám saman.
Annars ætlar Máni kjáni að fá að koma til mín á daginn og læra, þá get ég líka aðstoðað hann eitthvað.
jæja, nóg í bili
koss og knús á ykkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.