6.2.2008 | 20:02
Efni dagsins: söngur, búningar, danir og svíar....já og pizza..
Jæja þá er öskudagur að kveldi kominn. Dagurinn byrjaði á því að strætó strákurinn borgaði mér tilbaka, ég var nú ekkert að fara fram á það en það sýnir nú að enn hefur mannkynið von og allt það.
Að sjálfsögðu var ég með englavængina mína í dag, ég get jú bara notað þá nokkrum sinnum á ári svo um að gera að nýta hvert tækifæri (það er mjög nauðsynlegt að eiga allavega einn grímubúning í fataskápnum....lágmark). Þarf samt að fá mér einhverja hárkollu líka, komst að þeirri niðurstöðu í dag. Og svo var sungið fyrir mig...og sungið og sungið og sungið. Bjarnastaðarbeljurnar voru vinsælastar á eftir gamla nóa (sem er náttúrulega klassík). Mér finnst æðislegt þegar krakkar koma og syngja lag sem búið er að æfa og virkilega leggja sig fram, sumir voru meira að segja með texta og syngja mörg erindi. Það er bara gaman. Eeeennn þegar maður fær unglinga sem segja ,,mig langar í nammi´´ eða ,,saltkjöt og baunir túkall´´ er ég nú ekki alveg sátt. Svo voru nú einhver frumsamin lög þarna líka sem var frábært. Ég þurfti að giska nokkrum sinnum á hvað viðkomandi ,,var´´. Sagði við einhvern ,,nei nei er ekki þessi rosalegi frankenstein kominn´´ þá sagði strákurinn ,,ég er mafíósi´´ og í vini hans heyrðist ,,ég sagði þér að þetta væri fáránleg gríma´´. Frekar fyndið. Einn strákur var í svörtum fötum og með fótboltahúfu svo ég spurði hann hvort hann væri fótboltamaður, nei nei, hann var leigumorðingi og með (gerfi)hníf í vasanum...ó..auðvitað. En allt í allt var þetta mjög gaman en ég var samt sátt þegar nammið var búið og ég gat farið að vinna. Maður vinnur nefnilega ekkert (þá á ég við EKKERT) þá 3 tíma sem söngurinn tekur.
Reyndar gerðist nokkuð sem mér fannst fáránlegt: 4 krakkar voru að syngja fyrir mig og í miðju lagi kemur kúnni og gat ekki beðið eftir að lagið væri búið heldur tróð sér framfyrir krakkana og ýtti þeim frá
???????
halló!....öskudagurinn er einu sinni á ári....og það er ekki eins og sé verið að syngja mörg erindi. Jæja nóg um það. Ég leyfði krökkunum að klára og gaf þeim sleikjó og svoooooo afgreiddi ég konuna....sem hefur nú örugglega pirrað hana ...haha
Grund er með hattadag á öskudaginn og allir með flotta hatta...svona á þetta að vera, þetta kalla ég almennilegt. Legg til að fyrirtæki taki þetta upp á næsta ári.
Ég hringdi út í skólann i danmörku í morgun (og tókst að tala alveg á dönsku, sko mig) til að spyrja hvort ég mætti skrifa bréfið mitt á ensku.... neibb á dönsku skal það vera svo ég held bara áfram sveitt....er komin með aaaaannsi marga uppdrætti....þetta er mun erfiðara en ég hélt. Ég skil mikla dönsku og get nú alveg gert mig vel skiljanlega en það er erfitt að skrifa bréf sem þarf að vera mjög nákvæmt og að ná þeim tón sem ég vil í bréfið. En hvernig á ég þá að fara að því að skrifa ritgerðir og það allt ef þetta eina bréf er of mikið??? mikið búin að velta þessu fyrir mér í dag....endilega komið með pepp því mér er alveg að bresta kjarkur....
Kvöldmaturinn í kvöld....pizza... og mér tókst loksins að gera glútenlausan botn sem er vel ætur, eiginlega bara nokkuð góður og mun pottþétt halda áfram að þróa hann að mínum smekk. Hugsa að ég bæti möluðum heslihnetum saman við næst og svo gleymdi ég að setja möluðu hörfæin saman við (skamm skamm)
Mamma er semsagt föst í danaveldi hjá Magneu og co. Vona að hún fari að komast áfram til Indlands, þeir eru nú meiri....eitthvað jákvætt...þessir Svíar að klúðra miðanum hennar svona. En þetta eykur bara sagnagildi ferðarinnar...ekki satt?
Farið vel með ykkur elskurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.