Slæm byrjun á ágætis degi

Jæja,

Þegar ég vaknaði í morgun langaði mig í mangó boost.  Það gerist nú ekki einfaldari morgunmatur svo ég tölti í eldhúsið.  Innihaldið er semsagt: klakar, frosið mangó, banani og sojamjólk með vanillu (jább boost barinn í kringlunni er með þetta og þetta er baaara gott).  Hálfnuð við þetta brall dó blandarinn.  Ég er undir álögum, þetta er ekki fyrsti og ekki annar blandarinn sem ég stúta.  Og ég er ekkert að kaupa þá ódýrustu, nei nei...ég meina fyrir hvað eru þessir blandarar hannaðir?? 

Svo kveikti ég á útvarpinu og heyrði að það væri slæm færð og fólki ráðlagt að vera ekki á ferð að óþörfu.  Það er aldrei gott að heyra svona fréttir þegar maður er á Strætó.  Ég hljóp út haldandi á úlpunni, húfunni og fréttablaðinu afþví ég var alveg að missa af strætó (og hann er á hálftíma fresti þar sem ég bý).  Eeeenn strætó kom 20 mínútum of seint og ég var að verða að grýlukerti...og svo datt ég á leiðinni inn i strætó....

Já þetta bara var ekki minn morgunn...svo einfalt er það

Ég kom auðvitað of seint í vinnuna en var nú komin í ágætisskap samt.  Þá kom kona og sagði að ég væri með svo mikið ljós í kringum mig, ég geyslaði af orku og ég veit ekki hvað og hvað... og hún bara hélt áfram og áfram, svo endaði hún á því að segja ,,þú átt að vera náttúrulæknir´´...jahá það er nebblega það.... Síðan kom kúnni og konan sagði við mig ,,ég kem aftur og tala við þig, það er margt sem þú þarft að vita´´.  Já já...ég bara vissi ekkert hvað ég átti að segja...takk??

Restin af deginum gekk áfallalaust fyrir sig...sjúkk. Ekki alveg að höndla meira á einum degi.  Ég er reyndar búin að vera að tala rosalega illa til sjálfrar mín í huganum...ég myndi aldrei aldrei nokkurntíman koma svona fram við aðra manneskju.  Einu sinni var sagt við mig að orkan sem við notum í að brjóta okkur sjálf niður er miklu sterkari en nokkur kjarnorkusprengja.  Nokkuð til í þessu held ég.

Það er búið að rífa teppið af stigaganginum og þvílíkur munur þó þetta sé nú ekki fagurt þarna undir er allt skárra en þetta ógeðs teppi sem var á.  Svo er búið að mála 4 bláa liti á vegginn (prufur).  Það á að vera hvítt fyrir ofan og greinilega blátt fyrir neðan.  Blátt er reyndar alls ekki litur sem ég myndi velja persónulega, sérstaklega ekki þeir sem eru á veggnum.  Finnst blátt of dökkt á svona lítinn gang og hætta á að þetta verði yfirþyrmandi, ég myndi velja gul/appelsínu eitthvað.  En ég er nú eiginlega fegin að taka engan þátt í þessu öllu saman.  Ég er sú eina sem er í leiguíbúð í húsinu og bíð bara spennt eftir að málararnir verði búnir og komið nýtt teppi....vúhú

En nóg í bili....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband