bleiki náttkjóllinn

það gerðist nú ekki mikið í síðustu viku.  Var í einhverju skrítnú fönki.  Og þó, reyndar gerðist þetta:

 Ég er búin að vera að mála og ákvað á miðvikudagskvöldið að klára eina mynd.  Ekkert athugavert við það svosem.  Ég settist við eldhúsborðið (trönurnar Magnea mín, trönurnar sem þú gafst mér...).  Ég var í uppáhaldsnáttkjólnum mínum og tveim mínútum seinna var ég komin með þrjár (þrjár!!!) málningarklessur framan á mig!!  Ég panikaði þvílíkt, úr kjólnum, klessti einhverju blettaefni yfir málninguna (sem er svo lífrænt að það virkar ekki baun) og hljóp með þetta í þvottavélina.  Nú svo þurftir ég auðvitað að jafna mig aðeins á þessu.....og þá rann upp fyrir mér að.............  Ég vinn í fatahreinsun!!  Á hverjum einasta degi segi ég við fólk sem er að koma með blettótt föt ,,ekki gera NEITT  þá festirðu blettinn´´!!!! 

neeeiiiiiiiiiii.................

Ég varð aftur alveg miður mín.  Þetta er sko náttkjóll sem kostaði næstum 8 þúsund krónur í Noa Noa og er súper mjúkur og súper sætur.  Hver málar í fínu fötunum sínum??  Greinilega ég.  Og þetta er sko ekki í fyrsta skiptið, setti til dæmis olíu málningu í fallega gula skyrtu sem amma lang gaf mér.

Þarna fyrr um morguninn fór ég með dúk upp í hreinsun (munið lélegt lífrænt blettaefni heima hjá mér) og var einmitt að hlæja yfir því að ég var búin að eiga dúkinn í hálftíma (í alvöru, hálftíma) þegar ég var búin að setja límklessu í hann.  Þar sem dúkurinn er blár saumaði ég stóran humar, fiska og fleira sjávarfang á dúkinn.  Þegar ég var búin að þessu tók ég eftir því að mér hafði tekist að hylja EKKI blettinn með líminu.  Þessi dúkur er í miklu uppáhaldi samt og ég nota hann mikið.

 En allavega, áfram með söguna.... ég gekk að þvottavélinni með hjartað að springa...og hvað haldiði..?   Málningin fór úr!!!  Lífrænt blettaefni er BEST!!!  eða það að málningin var enn blaut, gæti verið...   Ég þyrfti eiginlega svona plast peysu (eða hvað það kallast) eins og krakkarnir nota.  Ætli það sé til í mínu númeri??  Gæti reyndar saumað saman einhverja bónuspoka.....

 Er með 4 nýjar bækur að lesa, þær eru:

1. Waldor education - inngangur að heimspekinni, leikskóla- og skólafræðunum.  Er að lesa hana núna.  Glimrandi alveg.

2. Homemaking as a social art - Ekki byrjuð á henni, set link hér til hliðar

3. Festivals, family and food - Var með hana í höndunum í allt gærkvöldi.  Skiptist í árstíðarnar og svo í þær hátíðir sem eiga við.  Hugmyndir að leikjum, mat, föndri, söng og ýmsu öðru.  Frábær bók

4. Gluten-free girl - Er búin að vera á leiðinni að lesa þessa í langan tíma.  Það er nú slatti af uppskriftum í henni, en annars er þetta aðallega svona ,,lestrar´´ bók. 

 Svo er ég líka með einhverja skálsögu sem byrjar allavega vel, man ekki alveg hvað hún heitir og nenni ekki að ná í hana í augnabliknu....letin alveg að fara með mig í dag.

Ooohhhh ég eeelska amazon!!!

Farið vel með ykkur krúttin mín og eigið góða helgi!

sú bleika

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband