Ég veit líka leyndarmál.....

Höfuðverkurinn er aftur orðinn jafn slæmur og hann var og ég veit ekki afhverju.  Ég fann hvað ég varð pirruð aftur og allt logaði innan í mér svo varð ég bara döpur og hef verið í um viku.  Núna er ég búin að ákveða að leyfa mér bara að vera soldið döpur, það er bara allt í lagi.

Annars hefur saumaskapur átt hug minn allann undanfarið.  Það er ekkert skemmtilegra en að velja saman efni í nýtt teppi.  Er búin með 1 og tvö önnur á leiðinni, bara gaman.  Fyrir nokkru keypti ég 8 metra af hvítu efni.  Ég er reyndar ekki vön að nota hvítt í teppin mín svo ég veit ekki alveg hvaðan þessi hugdetta kom.  Ég bjóst allavega við því að eiga þetta í nokkur ár.  En núna á ég innan við meter eftir og vantar meira.  Það skrýtna er að ég man bara ekkert í hvað þetta hefur farið.  Ætli ég sé ekki farin að sauma á næturnar og fel þetta svo einhversstaðar?  Jú alveg örugglega.  Teppið sem ég saumaði um daginn var nú soldið hvítt, en ekki 7 metra hvítt samt!  Í dag fór ég í gegnum efnin mín (ohh hvað ég eeelska að handfjatla þau :) og fann fullt af efnum sem ég keypti á e-bay í fyrra.  Þetta eru endurgerð efni frá því um 1930 og litirnir og mynstrin ótrúlega falleg.  Og hvað passar best með þessum litum? Jú einmitt...hvítt.  Þetta er ég búin að vera að dunda mér við í dag.

Ísskápurinn minn lítur svona út í dag:

 

 

DSC01515


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband