Gleði í bæ

DSC00677Það er sauma-maraþon um helgina.  Ég er með 3 teppi í vinnslu í augnablikinu (alltaf soldið ýkt, ég veit).  Þetta til hliðar er tilbúið og ég ætla að eiga það alveg ein.... Hvað verður um öll þessi teppi sem eru í vinnslu núna hef ég ekki hugmynd um....er hægt að eiga of mörg bútateppi??  Neibb hélt ekki.  En ef einhverjum vantar teppi þá er bara að rétta upp hönd.  Þegar Veigar Tjörvi gistir hjá mér hleð ég teppum ofan á hann, alveg þangað til ég er farin að hafa verulega áhyggjur af því hvort hann geti andað.  Svoooo kósí.

 Ég hlusta rosalega mikið á rás 2, bæði í vinnunni og heima.  Finnst hún vera eina útvarpsstöðin sem hlustandi er á (fyrir utan gufuna sem er auðvitað fín líka).  Undanfarið hefur Þursaflokkurinn verið mikið spilaður.  Sem er kannski ekki skrýtið því þeir eiga jú 30 ára afmæli.  Og ég verð nú bara að viðurkenna það að mér finnst þeir alveg meiriháttar.  Þarna er ég að uppgötva alveg nýja hljómsveit (alltaf aðeins of sein).  Það eru nokkrir tónlistarmenn sem fara í mínar fínustu (þið vitið hverjir þið eruð) og er Egill Ólafsson einn af þeim (fer ekkert nánar út í það).  Þessvegna er svona skrýtið hvað ég fíla þursarana....sko maður á greinilega aldrei að segja aldrei...það er bara þannig.  Svo er hljómsveitin Simply Red alveg til að gera mig græna í framan, ég bara höndla þá alls ekki.  Og það er einhver á Bylgjunni sem spilar þá á hverjum eeeiiinasta degi.....ég legg ekki meira á ykkur!!

Mamma hringdi í mig áðan, henni líður mjög vel á Indlandi....er hægt annað segi ég nú bara.  Hún er í brjáluðum jóga æfingum og hugleiðslu.  Lifir á ávöxtum, grænmeti og jurtatei.  Inn á milli dekurs og nudds gerir hún 70 magaæfingar.  Sko mína :)

Íbúðin er farin að líkjast ....jah....ég veit ekki hverju.  Ég skal reyna að útskýra.  Í svefniherberginu er mósaik í gangi...í eldhúsinu er saumavélin (ásamt strauborði etc) og svo eru 3 mósaik verkefni í gangi í stofunni ásamt efnum út um allt.  Jamm það er gaman hjá mér núna.  Það er ekkert í gangi inni á baði samt, svo ég get farið þangað til að komast í smá ,,frí´´.

Ég er ekki alveg búin að læra á þetta mynda dæmi, var að reyna að setja inn mynd af villtum jarðarberjum hérna fyrir neðan en þau koma síðar.  Ég get varla beðið eftir að komast í þau aftur núna í sumar.....myndin kemur semsagt næst.

Farið vel með ykkur um helgina elskurnar,

pönnsan

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh... það er svo gaman að lesa bloggin þín, ég hlæ og hlæ alltaf svo mikið.

Ég gleymi alltaf þessum skinnum, þú mátt alveg henda þeim bara eða fara með þau í gefins gáminn í sorpu. Ég ætla ekki að eiga þau nefninlega mín kæra.

Jæja allt gott af og frá okkur, biðjum að heilsa, Birnan

Birna frænka (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Hrönn Magnúsar

Takk fyrir það Birna mín, gott að geta glatt :)  Ég finn örugglega einhvern sem vill eiga þessi skinn...  Vantar einhverjum hreindýraskinn???  ..þau auglýsast hér með.....

kv, Hrönnsa

Hrönn Magnúsar, 26.2.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband