helgaryfirlit

DSC01524Ég saumaði þetta litla krútt teppi um helgina.  Efnin er ég búin að eiga lengi en þau eru endurgerð frá 1930 og var ég að geyma þau í eitthvað svona dúllulegt.  Einhver lítil manneskja fær það sennilega þegar ég er búin að quilta það.  Svo var ég að gramsa í kommóðu sem er í geymslunni og fann þar dúk sem ég var að sauma fyrir 4 árum og búin að steingleyma.  Það tók mig ca hálftíma að klára það sem eftir var....ég geri þetta alveg ótrúlega ótrúlega oft, hætti með eitthvað þegar bara smá er eftir...já sálgreinið nú það!!

Fylgdist að sjálfsögðu með júróvisjón á laugardagskvöldið.  Það gekk nú ekki alveg áfallalaust fyrir sig.  Ég ákvað nefnilega að poppa...aha myndu nú margir segja.... ég skellti olíu og mais í popp pottinn og fór svo inn í stofu að horfa á herlegheitin.  Eitthvað fannst mér þetta taka grunsamlega langan tíma og þegar ég mætti í eldhúsið á ný var poppmaisinn brunarústir einar, allt í reyk...reykskynjarinn í gang..nágrannar bankandi til að athuga hvað ég væri nú að brasa (hahem set reykskynjarann soldið oft í gang)...  Ég ákvað að prófa aftur (mjög bjartsýn) í öðrum potti og það sama gerðist.  Svo núna sit ég uppi með 2 potta sem er ótrúlega erfitt að þrífa...  og auðvitað langaði mig enn meira í popp.  Maisinn hefur örugglega verið ónýtur, kannski ekki sniðugt að kaupa lífrænan??  Annars finnst mér nú júró lagið hjá spaugstofunni alltaf standa fyrir sínu, hvað finnst ykkur?

En í gærkvöldi fór ég í bíó og fékk mér sko popp...looooksins.  Ég og pabbi sáum ,,Into the wild´´ myndina.  Ég er búin að vera að hlusta á tónlistina úr myndinni (já Eddie Vedder er minn maður) síðan löngu fyrir jól og búin að bíða spennt að sjá herlegheitin.   Ég verð nú bara að segja að betri mynd hef ég ekki séð lengi.  Það er nú ekki til meiri andstæða við Rambó myndina sem ég sá um daginn, en auðvitað ekki alveg réttlætanlegt að bera þær saman, þær eru fínar hvor fyrir sig.  Þegar ég kom heim leið mér eins og tómri tunnu.....oooh ég er ekki með neinar svona meiningar og þvílikar pælinar og ást á lífinu osfrv osfv...  ég myndi reyndar ekki vilja deyja ein í óbyggðum Alaska, ónei, en kannski hægt að fara milliveginn. Semsagt endilega sjáið þessa.

Er að hlusta á Moogie boogie þessa dagana við saumaskapinn, hann er góður kallin, já það er hann.

Jæja, best að koma einhverju í verk í dag  úúúuuu hádegismaturinn er tilbúinn...

Pönnslan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband