21.3.2008 | 12:36
Gleðilega páska
Ég vaknaði í gærmorgun og brosti allann hringinn...ah komin í páskafrí. Ég tók svo til við að þrífa eldhúsið hátt og lágt (en ekki hvað?) svo núna er það glimrandi og flott. Kom mér svo vel fyrir og las bók...yndislegt.
Á miðvikudagskvöldið fór ég á pastagerðarnámskeið hjá Sollu og Eiríki bróður hennar. Sumum þætti skrýtið að fara á námskeið þar sem ég get ekki borðað það sem eldað er en markmiðið hjá mér var einmitt það að fá hugmyndir um hvernig ég ætti að gera glútenlaust pasta sjálf...og komst að því að það er eiginlega ekki hægt. Ég er samt mjög bjartsýn og ætla að reyna. Ég hef nú aldrei spáð í því að það skipti máli hvernig sósu þú ert með og hvaða form af pasta maður notar með, ég hef nú alltaf bara kosið það sem til er eða það sem mig langar í, svona í gegnum tíðina...en no more..nú er ég með þetta allt á hreinu, ó já :) já og svo var ofsalega gott salat og svona antipasti svo ég fór nú alls ekki svöng heim.
Er að lesa ,,homemaking as a social art´´ bókina núna yfir páskana og hún er jafn yndisleg og nafnið gefur til kynna. Bók sem mig langar ekki að klára, hún er svo yndæl og hlý. Byggir mjög á grunni Steiner og er því mjög svona ,,mjúk´´ bók. Hvað er betra en akkurat núna þegar sólin brýst í gegnum skýin og litlu laukarnir að koma upp í garðinum mínum? Dettur akkurat ekkert betra í hug.
Ég bjó til 4 páskaegg, bara eitt af þeim er fyrir mig samt, ég er nú ekki alveg svona gróf. Hin eru í gjafir. Ég pakkaði þeim fallega inn með sætum miða og finnst þau miklu flottara en þessi keyptu egg, fyrir utan hollustuna auðvitað. En manni finnst jú sinn fífill alltaf flottastur er það ekki?
Ég vinn jú í kringlunni og var að fara heim um daginn, stóra hringhurðin var eitthvað lasin því hún fór alveg rooooosalega hægt (en hreyfðist samt alveg) og ég get sagt ykkur það að fólk var gersamlega að tapa sér þarna inni ,, er hurðin biluð? afhverju fer hún svona hægt? hvað er í gangi´´ Þarna var fólk að stressa sig þvíííílíkt á því að komast ekki út fyrr en nokkrum sekúndum seinna en venjulega. Eigum við ekki að reyna að slappa meira af og leyfa hlutunum að gerast? Muna að anda inn og út og sleppa þessu brjálaða stressi? Ég skemmti mér konunglega þarna inni í þessu samt og brosti hringinn og hló (sem kannski hjálpaði ekki upp á stress ,,fílinginn´´ í kringum mig?)
Ég ætla að athuga í kokkabókunum með pasta uppskriftir á eftir, það væri gaman að búa til og hafa í matinn um páskana. Læt vita hvernig gengur.
jæja, þá er straujárnið örugglega orðið vel heitt í eldhúsinu (það datt í gólfið um daginn ...já aftur... og er alveg á síðustu metrunum held ég).
Knús á ykkur yndislegu vinir og aðrir sem hingað koma
Hrönnsa
Athugasemdir
Hæ hæ,
ég rakst á síðuna þína um daginn fyrir tilviljun og fór að lesa gamlar færslur.
Mér finnst þú svo skemmtilegur penni að ég kíki núna reglulega og athuga hvort þú sért búin að skrifa eitthvað.
Sjálf hef ég mikinn á áhuga á líkamlegri og andlegri heilsu, og þá sérstaklega mataræði og tengslum þess við heilsuna. Það er því gaman fyrir mig að heyra um reynslu þína í því sambandi.
Vildi bara kvitta fyrir mig og óska þér góðra páska.
Bestu kveðjur
Jóna
Fastagestur (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 12:12
Sæl Jóna,
Takk kærlega fyrir falleg orð í minn garð. Mér finnst svo gaman að heyra hvað fólki ,,þarna úti´´ finnst. Já það er svo magnað hvað maturinn okkar getur læknað okkur ásamt jákvæðri orku...finnst þér ekki?
Páskakveðja frá Hrönnsu
Hrönn Magnúsar, 22.3.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.