Með grasið í skónum

DSC01590Nei ég á ekki leynilegan aðdáanda sem skilur eftir blóm við tröppurnar hjá mér heldur kaupi ég þau sjálf einu sinni í viku af því að blóm gera mig hamingjusamari.....

Í gegnum árin hef ég verið með blóm í garðinum mínum yfir sumarið (nema árið sem ég reif þau öll upp og plantaði spínati og káli í garðinn).  Ég er búin að vera að safna fjölærum plöntum, meðal annars frá ömmu á dalvík.  En sumarblómin hafa verið í pottum frekar en beðum, enda er garðurinn ekki stór.  Svo hef ég verið með ýmislegt eins og fuglabað, hengikörfur og styttur, oftast eftir einhverjar Ikea ferðir.  En það hefur nokkuð skrýtið gerst... alltaf þegar fór að sjá á einhverju, brotnað upp úr potti eða eitthvað álíka að þá hvarf það alltaf úr garðinum.  Mjög skrýtið en partur af tilverunni.  Svo var ég í gönguferð um hverfið um daginn (eins og svo oft áður) og stoppa til að dást að kofa í einum garðinum.  Hann er ótrúlega krúttlegur, með svölum uppi og hlera til að komast á þær.  Og hvað haldiði?  á svölunum var allt draslið úr garðinum mínum..... ég stóð þarna og hló og hló, mér finnst þetta alveg æði.  Þarna er einhver kofaeigandi að fylgjast með garðinum mínum (svona ´´stakeout´´) og nappar hinu og þessu til að gera fínt hjá sér...hey maður reddar sér ekki satt?

Annars er allt fínt að frétta héðan.  Ég er að klára umsóknina mína til englands og sendi hana á morgun (skrifa þetta hér svo ég standi við það).  Annars er ég búin að vera að sauma mikið og mun halda því eitthvað áfram næstu daga.  Keypti krúttlegustu náttföt sem ég hef séð á Veigar áðan, með mynd af Einari Áskel framan á.  Honum gengur rosalega vel á nýja leikskólanum í danmörku, gaman að fylgjast með.

jæja, hef þetta stutt núna svo ég komi einhverju í verk.

Það hjálpar okkur oft að í staðinn fyrir að pirrast út í einhvern að muna að allir í kringum okkur elska einhvern og hafa misst einhvern, svo verum góð við hvort annað

Hrönnsa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband