5.4.2008 | 09:04
pasta pasta pasta
Ég bjó loksins til ravioli og var með kartöflu/spínat fyllingu ...mmm ótrúlega gott og eitthvað sem ég geri pottþétt aftur. Tók um 2 tíma allt í allt (suðan var svo lengi að koma upp á vatninu...haha) en maður er nú ekkert að spá í tímanum þegar er gaman. Þetta rauða sem þið sjáið eru granateplakjarnar sem ég er með æði fyrir þessa dagana og set þá út á allt en frysti líka og borða sem einskonar snakk. Í pastað notaði ég glútenlausa hveitiblöndu sem heitir einfaldlega ,,plain white flour´´ og fæst í heilsuhúsinu og nóatúni (og örugglega annarsstaðar). Endilega sendið mér bara póst ef þið viljið uppskriftina.
Ég er líka dottin inn í nýja Piccoult bók, um mann sem er dæmdur til dauða og ýmislegt tengt því. Ég hef alltaf átt vægast sagt mjög svo erfitt með að lesa og horfa á myndir sem fjalla um dauðarefsingar. Myndir eins og ,,green mile´´, ,,dead man walking´´ og ,,dancer in the dark´´ fara ekki úr huga mér. Mér finnst fáránlegt að árið 2008 sé enn notast við dauðadóma. Svo ég var mjög efins (vægast sagt) hvort ég ætti að lesa bókina en þar sem ég hef lesið 9 bækur eftir sama höfund og allar opnað augu mín fyrir ýmsu ákvað ég að gefa þessari séns. Hef ekki getað lagt hana frá mér svo það eru ágætis meðmæli. Bókin heitir ,,change of heart´´ og kom út í mars síðastliðinn.
Um daginn var ég stödd í maður lifandi og þar er kona að vinna sem heldur fyrirlestra sem kallast ævintýralíf. Ég ætlaði alltaf að fara í fyrra en varð ekkert úr svo ég spurði hana hvenær yrði aftur og hún var ekki viss. Svo rakst ég á auglýsingu fyrir nokkrum dögum síðan og var ekki lengi að skrá mig. Hún er alveg yndisleg þessi kona og ég upplifi hana alltaf eins og álf, hún hefur svo mikla útgeislun. Heimsasíðan hennar er: www.this.is/benna
Um daginn fór ég upp á grænan kost, hef ekki farið svo lengi og þar fékk ég það besta kartöflusalat sem ég hef á ævinni borðað...ó mæ goodddd hvað það var gott, vonandi tekst mér að fá uppskriftina því ég bara verð að geta búið það til. Krossið putta og tær.
Í dag er svo skipulögð Ikea ferð hjá mér og Jóhönnu vinkonu, allt of langt síðan við fórum síðast. Hvað þetta er með mig og Ikea ferðir?? veit ekki... en hey... mig vantar ýmislegt í þetta skiptið (í alvöru!) svo ég get réttlætt þetta.
Bókin bíður... ah laugardagar eru yndislegir dagar
Hafið það gott umhelgina
Hrönn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.