7.4.2008 | 18:52
Litahringur
Ég veit að þetta er slæm mynd en ég er sem sagt að sauma mér litahring (verður veggteppi) til að hafa uppi á vegg í stúdíóinu mínu. Auk þess er ég með þó nokkur verkefni í gangi eins og alltaf. Stofugólfið er undirlagt í efnum en þannig líður mér líka vel.
Annars gengur rosalega vel og allt er eins og það á að vera fyrir utan það að mér hefur tekist að næla mér í eitthvað glúten, er búin að vera mjög veik í dag, það varir oftast í um 3 daga þegar þetta gerist svo það er bara að bíða og passa mig ennþá betur.
Skrifa meira þegar orkan kemur til baka. Brosið framan í heiminn á meðan...
Hrönnsa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.