8.4.2008 | 21:46
nóg að gera
Má ég kynna....Veigar Tjörva!! Þessi yndislega mynd fær mig alltaf til að hlæja (er annað hægt??). Ég tók hana (skellihlæjandi) í piparkökuáti á leikskólanum hans fyrir jólin síðustu (eins og sést á myndinni reyndar).
Það er ennþá brjálað að gera hjá mér í að svara síma könnunum. Ég er reyndar loksins búin að fá nóg og afþakka pent (ótrúlega dugleg). Það byrjaði reyndar þannig að ég var hálfsofandi og umlaði eitthvað á þá leið að ég gæti því miður ekki svarað og þá fattaði ég...hey svona virkar þetta þá!! (var samt bæði með móral yfir að hafa ekki svarað og þvílíkt forvitin á að vita hvað var verið að spyrja um). Um daginn spurði ég reyndar hvort ég væri á einhverjum lista eða álíka en nei ég er bara alltaf í ,,úrtaki´´ alveg spes fyrir þessa könnun...hmm ..ja hvað veit ég. Í gærkvöldi hringdi kona og bauð mér í nýjan bókaklúbb. Ég sagði henni sem var að ég væri bara með stóran stafla af bókum til að lesa, þá semsagt fattaði hún að ég les mikið (vúpps) og varð alveg óð í að fá mig í klúbbinn, en svo fékk hún hóstakast og skellti á mig (örugglega óvart samt). Ég bjóst nú alveg við því að hún myndi hringja í mig aftur en svo var ekki og ég var nú bara ánægð.
Litahringurinn gengur nokkuð vel. Ef þið notið röddina sem er í bíómynda-auglýsingunum þá er kannski verður þetta umræðuefni meira spennandi fyrir ykkur.... einn hringur..... 52 efni..... hver verður útkoman?.... nær hún að koma þessu saman??.... kemur í ljós tvöþúsund (og eitthvað... ef ég þekki mig rétt:)). En það er líka í lagi.
Ég labba alltaf í gegnum hljómskálagarðinn á leið í vinnu á morgnana. Ég vann nú þarna eitt sumar í unglingavinnunni svo á nú ýmsar góðar minningar sem ylja mér við gönguna (eins og þegar ein ónefnd braut gleraugun sín og sleit upp allar stjúpurnar í stað arfans, mjög vinsælt eða þannig). En ég hef tekið eftir því að hundaeigendur venja greinilega komu sína í garðinn líka því maður þarf að horfa vel hvar maður gengur, það er eins og rolluhjörð hafi farið um garðinn. Ætti ég að skrifa borgarstjóranum?? Hvað finnst ykkur að ætti að gera?? Mér finnst allavega að það ætti að koma upp ruslatunnum fyrir hundaskítinn því það er örugglega ekkert gaman fyrir hundaeigendur að setja þetta í vasann hjá sér. Kannski eru reyndar tunnur, hef svo sem ekkert spáð í því.... ég leita eftir þeim á morgun og læt ykkur vita. Magnea systir býr nú í Danaveldi og þar eru fleiri hundar en börn svo hún ætti að vita hvernig þeir tækla þetta og komið á svona símafundi við borgaryfirvöld eða eitthvað.
Já vorið er víst komið í danmörku, já já þetta kemur hjá okkur líka. Eða við vonum alltaf það besta og undirbúum okkur fyrir það versta hvað sumrin varðar... ætli það verði sumar í ár?? Já það er spurning.
Er farin að sjá rúmið í hyllingum. Hugsið vel um ykkur ...
knús, Hrönnsa
Athugasemdir
Sæl systir
Ég ligg hérna úti í garði með tærnar upp í loftið með geðveikan kokteil í hönd og Audrey Hepurn sólgleraugu á nefinu :))
Nei ekki alveg en það er mjög gott veður hahah
OMG ég þarf að fá að stela bíómyndaröddinni einhverntíman bara snild !!!! hahahahahhahahahahhaha
Heyri í þér við tækifæri :))
Þín litla/stóra sis
Magnea (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 07:25
já já...rub-it-in... systir sæl og góð. Alltaf gaman þegar einhver kommentar á mig (hint hint). Hafið það gott í sólinni, eeennnn... ég get líka gert snjóbolta..nananananana
stóra systir
Hrönn Magnúsar, 9.4.2008 kl. 18:33
Jáááá....... Nákvæmlega þetta er besti snjókúlusnjór sem komið hefur í vetur nananabúbú.
Annars er allt gott héðan, ég er að lakka hurðarnar á efri hæðinni og gengur rosalega vel. OOOooohhhh það er allt að verða svo fallegt hjá mér. Daddi er byrjaður á baðherberginu og dundar við þetta eftir eigin hentugleika. Góður maður sagði eitt sinn "góðir hlutir gerast hægt" og það er bara þannig hjá okkur ;-)
Jæja vildi bara skilja eftir smá spor - þorði ekki öðru thihihihihihi.....
Birna frænka (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:28
Sæl Birna mín, frábært hvað gengur vel hjá ykkur, þarf að kíkja á þig við tækifæri...hvernig væri það nú?
Góðir hlutir gerast aldeilis hægt, er hjartanlega sammála
knús á þig
Hrönnsa
Hrönn Magnúsar, 12.4.2008 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.