15.4.2008 | 15:13
frá mér til þín
Ég vaknaði með lag í hausnum í gærmorgun og mér til mikillar skelfingar komst ég að því (eftir mikla leit) að ég á það ekki til á disk. Þá reddar maður sér á youtube því þegar lag er í hausnum á manni að þá VERÐUR að hlusta á það. Lagið er ,,who is it´´ með Björk. Reyndar er myndbandið mjög flott, ég væri alveg til í svona bjöllu kjól eins og hún er í, reyndar svolítið ópraktískur en maður lætur sig nú hafa það.
Átti mjög fína helgi, matarboð og ferming, mjög ljúft allt saman. Ég mætti allt of snemma í kirkjuna og hlustaði á kórinn æfa sig, var komin með prógramið á hreint semsagt. Presturinn var ótrúlega léttur og skemmtilegur sem gerist nú ekki oft.
Það er búið að vera að flota og lakka þvottahúsið niðri í sameign. Þetta er búið að taka svolítið langan tíma en er orðið voða fínt núna. Á föstudaginn var svo búið að tengja vélarnar og mátti byrja að þvo. Ég hreinlega hljóp niður og setti í fyrstu vélina. Klukkutíma síðar fór ég svo niður með næsta bunka en þá tók á móti mér vatn yfir öllu gólfinu!! Smá panik átti sér stað .... sjitt...hvað á ég að gera?... hljóp svo upp og náði í bala og fægiskóflu og tók til við að ausa og hlaupa út í garð til að hella vatninu. Vatnið kom upp um niðurfallið á miðju gólfinu og það er stíflað svo vatnið kemst ekki neitt (nema í balann minn). Snillingarnir sem sáu um gólfið steyptu niðurfallsgrindina fasta svo við erum núna að bíða eftir pípara til að brjóta upp og laga. Skemmtilegt eða þannig, en ég er nú heppin að vinna í fatahreinsun og hef farið með fötin mín þangað, svona það helsta (já í strætó, ég er þessi sem burðast með risastóra græna taupokann!)
Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær voru teppakallarnir svo að klára að leggja þetta líka fína bláa teppi á samegnina, svaka fínt. En lyktin.... úff, ég er búin að vera þvílíkt vímuð og astminn er ekki alveg að höndla þetta. Svo í vinnunni í dag var mér bara óglatt allan tímann, meira eitrið. En þetta varir nú ekki að eilífu.
Talandi um varir, ég er með svo mikið ofnæmi fyrir snyrtivörum en þoli Aveda svo nota það eingöngu, fyrir utan einn varalit frá clinique sem er mjög flottur. Í gær var ég í pæjustuði og með varalitinn, fannst ég svo eitthvað svo skrýtin í vörunum og leit í spegil (í vinnunni) og var þá voru varirnar orðar þvílíkt bólgnar. Meiri vitleysan er semsagt komin með ofnæmi fyrir þessum varalit mínum. Langar í bláan maskara og augnblýant en það er ekki til hjá Aveda núna og hefur bara ekki verið til ógurlega lengi. Sendið bláa strauma á hönnunarliðið hjá þeim (ekki misskilja mig samt!)
Þetta með kannanirnar er enn að ásækja mig því nú var ég að fá eina í pósti... um ofnæmi, nema hvað?
jæja gullin mín, hafið það gott
Hrönnsa
Athugasemdir
Góðan daginn, daginn, dagiinnnn.....
Hvað segði potta kallinn? Ég er að drepast mig langar svo að vita???
Birna frænka (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:35
Sæl Birna mín,
Pottakallinn var æði og ég keypti hjá honum eitt stykki pottasett (minnsta settið). Þetta var alveg geðveikt og gaman, ég verð aftur með kynningu/matarboð ef þig langar að forvitnast um þetta.
kveðja Hrönnsa pönnsa
Hrönn Magnúsar, 16.4.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.