19.4.2008 | 11:03
mála mála mála
Búin að sauma eitt trélitaveski... fimm eftir... Það er mjög gaman að sauma þau svo það verður nú ekki mikið mál. Í gærkvöldi saumaði ég líka tösku fyrir Veigar Tjörva til að geyma náttfötin sín í og svo er vasi framan á fyrir þá bók sem er verið að lesa (ef hún klárast ekki). Hlakka til að vita hvort hann hefur nokkurn áhuga á að nota þetta, aldrei að vita með 4 ára gutta.
Svona af því að ég bý í leiguíbúð ákvað ég að hafa samband við eigendurna í sambandi við málninguna og var því vel tekið. Svo í gær kom eitt stykki málari til að skoða hérna hjá mér :) Hann byrjar á mánudaginn og ætlar að byrja í stúdíóinu og eldhúsinu... jebb þar sem mesta draslið er sem þýðir að ég verð alla helgina að koma þessu fyrir í stofunni. Fjóla yndislega ætlar að koma á sunnudaginn og hjálpa mér aðeins.... úuu hlakka svooo til, það verður svo fínt hjá mér!! Ég trúi ekki að ég sé búin að búa hér í 6 ár!! Tíminn er svo fljótur að líða. Ég hef aldrei nokkurn tíman búið svona lengi á sama stað áður, ekki einu sinni heima hjá mömmu og pabba því ég var alltaf að skipta um herbergi.
Núna er saumastuðið að ganga yfir og mig er farið að kitla í puttana að gera mósaik svo er komin með fiðrildið mitt stóra á borð inni í stofu, næ vonandi að vinna eitthvað í því þrátt fyrir draslið sem verður hér næstu viku. Ætla að kíkja aðeins niður í fríðu frænku á eftir og kíkja á diska, kemur mér alltaf í rétta gírinn.
Hráfæðinámskeiðið var fært til 29 apríl sem hentaði mér eiginlega betur. Svo fékk ég póst frá Sollu í vikunni þar sem hún spurði mig hvort ég vildi ekki bara koma líka á byrjendanámskeiðið aftur og rifja upp og ætlar hún að bjóða mér á bæði námskeiðin!! Yndislegust alveg:) Það eru nú ekki margir sem myndu gera þetta held ég. Hún veit að ég er að bögglast í að ná heilsu en samt, ótrúlega fallega gert af henni finnst mér.
Jæja góðu vinir, eigið góða helgi, sjáumst í næstu viku. Mamma er að koma frá Indlandi á mánudagskvöldið og ég hlakka svo til að sjá hana og heyra allt um ævintýrin hennar.
pönnsan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.