Í blóma

DSC01608Það er til spakmæli í búdda sem segir: ,,ef þú átt krónu, notaðu þá helminginn til að kaupa mat fyrir líkamann og hinn helminginn til að kaupa blóm fyrir sálina.´´  Þeir vita hvað þeir eru að tala um þessir búdda munkar ekki satt?

 Á gönguferð um bæinn um helgina tók ég eftir því að tré og runnar eru komin með brum sem hlýjar hjarta mitt ótrúlega mikið.  Svo eru tvær páskaliljur sprungnar út í garðinum og ég er að fylgjast með þeirri þriðju, mjög spennandi allt saman.

Ég fór á laugardaginn í fríður frænku og hún gaf mér tvo fulla poka af postulíni, yndileg.  Fiðrildið gengur vel, allt að koma saman.  Ég á örugglega ekki eftir að tíma að selja það eins og ég ætlaði.  Þarf að gera annað sýnist mér.  Ekki það að ég hafi pláss fyrir svona stórt fiðrildi upp á vegg hjá mér. 

Tveir málarar eru að mála hjá mér sem þýðir auðvitað að íbúðin er soldið mikið í rúst en það er í lagi því þetta tekur ekki svo langan tíma.  Svo verður líka svo agalega fínt hjá mér þegar þetta er búið.  Ég er alveg á fullu að endurskipuleggja alla íbúðina í hausnum, get varla beðið.... spennó spennó...

Mamma er komin heim úr Indlandsreisunni sinni og ég er að fara að hitta hana á eftir. Hlakka til að heyra um ævintýrin hennar.  Hún er búin að vera í burtu í 3 mánuði og ég er svooo glöð að fá hana loksins heim aftur, þetta er orðið gott finnst mér.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili elskurnar mínar

knús á ykkur

Hrönnn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara allt að gerast hjá þér sem er nú bara æðislegt. Málarar að lífga upp á íbúðina og vorið að koma.

hehehe ég hefði alveg verið til að vera kúnni hjá þér daginn sem þú bólgnaðir á vörunum :)) Þeir hafa örugglega allir hugsað með sér: Jæja já voru sumir að láta bæta aðeins í varirnar sínar. 

 Jæja boutox beib ég heyri í þér 

Þín sis 

Magnea (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Hrönn Magnúsar

Hæ sis,

Já það er sko allt að gerast, ég bý reyndar í rúminu mínu þessa dagana, þegar ég er heima það er að segja, var hjá mömmu í dag eftir vinnu, alveg frábært, hún lítur svo vel út eftir indlandsferðina, ljómar alveg.  Svo er hún auðvitað búin að skreyta mig með armböndum, eyrnalokkum og svo er ég með stóran poka af bestu cashewhnetum sem ég hef smakkað.

Já þú hefur alveg húmor fyrir því að horfa upp á mig þjást með bólgnar varir :) En hey.. ég hef fengið bótox...þrisvar sinnu meira að segja (í alvöru!) í andlitið og ég get alveg sagt ykkur að það er hrikalega hrikalega óþægilegt að missa stjórn á þessum vöðvum.  En þetta var gert í læknisfræðilegum tilgangi auðvitað því það er bannað að nota botox á íslandi í fegrunarskyni.... úff ég veit allt of mikið um þetta :)

Heyrðu systir.. .skráðir þú mig á eitthvað danskt stefnumótadæmi ormurinn þinn?? Ég er alltaf að fá tölvupósta frá einhverjum dönskum gaurum.  Ég hef engan húmor fyrir þessu (jú ok smá, þetta er nú fyndið) og reyndu ekki að neita þessu..

kveðja stóra sis

Hrönn Magnúsar, 22.4.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband