25.4.2008 | 21:09
minning
Í dag eru 4 ár síðan Þórður frændi dó, mér finnst eins og það hafi bara verið í gær sem Magnea systir hringdi í mig. Allann tímann sem ég var á leiðinni til hennar fullvissaði ég mig um að þetta hlyti að vera misskilningur, hann væri bara slasaður en ekki dáinn. Skrýtið hvað hugurinn meðtekur ekki svona sjokk strax.
Elsku kall ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna og að þú kíkir á okkur hin af og til. Mér finnst gott að kveikja á kerti fyrir þig og vin minn og frænda Víði Óla þegar ég þarf að tala við ykkur, eins og í dag.
Myndin hér til hliðar: þetta er uppáhalds hornið mitt í íbúðinni minni þessa dagana. Efri myndina gerði ég þegar Þórður dó en þá neðri gerði Fjóla vinkona og gaf mér. Ugluna fékk ég í stúdentsgjöf frá pabba og hefur hún fylgt mér síðan og kertin eru svo fyrir frændur mína sem fóru báðir allt of ungir frá okkur, Þórður 17 ára og Víðir 25 ára. Báðir kenndu þeir okkur svo ótal margt á þessum stutta tíma, getur verið að sumir hafi einfaldlega klárað þau verkefni sem þeir hafi ætlað sér hér og séu tilbúnir að halda áfram annað? Ég veit það ekki, þetta er flókið og alltaf svo erfitt fyrir okkur hin sem sitjum eftir og söknum.
Eigið góða helgi með fólkinu ykkar
Hrönnsa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.