29.4.2008 | 23:07
þakklæti
Mig dreymdi á sænsku í nótt. Það besta við það er auðvitað að ég tala enga sænsku og hef aldrei stigið fæti á sænska jörðu en talaði auðvitað alveg reiprennandi í draumnum í nótt. Kannski ég setji á legg svona þýðingar dæmi á hvaða tungumáli sem er og leysi þetta bara á meðan ég sef ekki slæmt.
Í dag hef ég mikið verið að hugsa um hvað ég er þakklát fyrir margt. Það er svo margt gott að gerast í kringum mig og í mér sjálfri sem er svo yndislegt. Ég gleymi alltof oft að þakka fyrir. Ég held að þetta fylgi alltaf svolítið vorinu. Við tökum ekki bara til í garðinum okkar og þrífum hjá okkur heldur ruslum við ýmsu út inni í okkur líka, hluti eins og tilfinningar og minningar sem við þurfum ekki, eða viljum ekki lengur. En við megum heldur ekki gleyma að setja kærleikann inn í hjartað okkar í staðinn.
Það var svo gaman á hráfæðinámskeiðinu í kvöld. Allir með öll skylningarvit opin og tilbúnir að taka við eins miklum fróðleik og hægt er. Bragðbetri mat hef ég nú sjaldan fengið held ég, allt svo gott og gert í svo mikilli gleði og af svo mikilli alúð sem skiptir jú svo miklu líka því það fer allt í matinn okkar auðvitað. Nú fer spírunargírinn aftur í gang hjá mér, ég er búin að vera allt of löt undanfarið í því en nú fer allt á betri veg hvað það varðar. Langar að gera fullt fullt af tilraunum líka. Mjög spennandi allt saman.
Þessi órói er hjá rúminu mínu og það er svo fallegt hljóðið í honum á kvöldin og nóttunni, yndislegt alveg, nema auðvitað að það sé brjálað rok þá vakna ég á nóttunni og loka glugganum vegna hávaða.
Já munum líka eftir öllu því góða hjá okkur, það eru mín orð til ykkar inn í næstu daga.
knús á ykkur
Hrönnsa
Athugasemdir
Hæ hæ og gleðilegt sumar frænka.
Það er svo gaman að lesa skrifin þín og gott að heyra að þú virðist vera á réttri leið með að lækna sjálfa þig af hausverkjunum. Haltu áfram á þessari braut, þér eru allir vegir færir...
Kv, BirnaW
Birna frænka (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:03
Á sænsku!!!! hahahahahahahah
Magnea (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 00:13
Já gleðilegt sumar frænka og systir.
Takk fyrir þetta Birna mín, alltaf svo gaman þegar þú kommentar !
kveðja H
Hrönn Magnúsar, 2.5.2008 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.