2.5.2008 | 18:39
Brall og mall
Ég elska byggingavöruverslanir. Veit ekki hvers vegna en ég gæti vel eitt heilu dögunum inni í Byko og Húsasmiðjunni. Hvað er svona skemmtilegt þar inni eruð þið kannski að hugsa?? Jú, þar eru ekkert nema litlir (og stundum stórir) hlutir sem ég hef ekki hugmynd um hvað er eða í hvað þeir eru notaðir en mjög gaman að giska (ég er svo hrikalega forvitin sjáiði til). Hugsa sér alla þessa hluti sem einhverjum fannst nauðsynlegt að finna upp til að létta sér lífið, ó ef ég bara vissi hvað ætti að gera við þá alla! Nú svo var verið að opna stóra Byko búð úti á granda (við hliðina á krónunni) og ég auðvitað þangað. En því miður hafði ég bara hálftíma þar til þeir lokuðu. Hvað er málið með að loka svona snemma í svona stórri búð!! Svo ég þarf að fara aftur fljótlega við tækifæri.
Ég opnaði ísskápinn minn áðann, sem er fullur af mat greyið, og tók eftir því að ég á hvorki meira né minna en 9 paprikur. Frekar furðulegt, ætli þær séu ekki bara farnar að fjölga sér þarna inni? Þær eru allar grænar eða rauðar, engar gular eða appelsínugular... uss uss. Svo ég hugsaði með mér semsagt að gera fylltar paprikur um helgina. Svo þurfti ég að erindast niður í bæ og á heimleið var ég að fá hungur-höfuðverk og þar sem ég reyni nú að forðast þá að þá hoppaði ég inn á Grænan kost. því miður var ekki til neitt glútenlaust þar (nema súpa og mig langaði ekki í hana) svo þá fór ég upp á Næstu grösum og hvað haldiði að hafi verið í aðalrétt þar?? Jább.. fylltar paprikur. Sem ég auðvitað fékk mér, nammi namm. Það munu koma paprikur út úr eyrunum á mér í lok helgar. Kokkurinn þar gaf mér reyndar papriku ráð sem ég ætla að deila með ykkur. Ef maður eldar fylltar paprikur bara til hálfs að þá er hægt að frysta þær. Ég þarf semsagt ekki að borða fylltar paprikur alla næstu viku.
Ég er komin með pottana mína og að bralla í eldhúsinu. Furðulegt að elda með svona litlum hita. Í gær ,,sauð´´ ég svo fisk án þess að nota vatn og hann var rosalega góður. Mér líst mjög vel á þetta allt saman.
Mig langar í:
*Vita-mix blandara
*Þurrkofn
*Vagúmpökkunarvél (alger snilld)
*þyrlupall í garðinn svo Magnea systir geti smíðað sér þyrlu og komið í heimsókn frá Danmörku hvenær sem hún vill (svona eins og Einar Áskell gerði)
Ég er á leiðinni í kolaportið að selja dót og drasl svo endilga hendið í mig ef þið eruð með eitthvað
Góða helgi
Hrönnsa
Athugasemdir
Oh segðu systir!
Við þurfum sko að koma okkur upp þyrlupöllum, einn í sitthvorn garðinn eða ofaná húsið okkar. Ég held að það sé betra og þó það væri ekki nema ein þyrla! Svo gætum við bara flogið um. Heimsótt Afríku og skoðað ljónin og kíkt í heimsókn til hvor annarrar hvernær sem er. Já það væri sko munur. Eigum við að segja um næstu mánaðarmót??
Yndislegt að lesa bloggin þín kæra systir. Ekkert pólítíst bull eða ritgerðir um krónuna eða hina frægu íslensku kreppu:) Heldur bara eðlilegar pælingar bleiku gyðjunar í vesturbænum hahaha
Þín sis
Magnea (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 18:35
Sæl systir,
já þyrlupallur er algjört möst fyrir okkur. Það myndi allavega lækka símareikningana hjá okkur.
Ég held ég geri öllum greiða með því að tala ekki um pólitík mín kæra, það er ekki alveg mín sterka hlið :)
kveðja
pönnsan
Hrönn Magnúsar, 6.5.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.