6.5.2008 | 20:42
Frá unglingsárunum
Sem unglingur var ég mjög þunglynd. Og ég á við mjög mjög þunglynd og örugglega ekki auðvelt að búa með mér eða vera í kringum mig yfirhöfuð. Þegar ég var 17 ára gekk ég með ljóðabókina ,,mold í skuggadal´´ eftir Gyrði Elíasson á mér í langan langan tíma og kunni hana afturá bak og áfram. Gyrðir bjó stutt frá mér og alltaf þegar ég sá hann hélt ég að ég myndi fá hjártaáfall mér fannst hann svo æðislegur eitthvað.
En allavega...
Einu sinni í söguprófi að þá átti að skrifa ritgerð aftast, sem ég var eitthvað ekki í stuði fyrir svo í staðinn skrifaði ég upp ljóðið ,,Löngun´´ (síðasta ljóðið í bókinni) og það er svona:
Ég vil sofna
lengsta svefninum
með náttblindugleraugun í rökkri
með mosastein fyrir svæfil.
Það var allt brjálað á kennaraskrifstofunni og haldinn neyðarfundur til að koma mér til hjálpar sem fyrst enda var þetta túlkað sem mitt ákall á hjálp. Það getur vel verið að það hafi verið eitthvað svoleiðist í gangi undir niðri, það var allavega ekki meðvitað. Ég vildi ekki sjá þessa aðstoð sem bauðst (enda 17 ára unglingur), ætlaði sko ekki að liggja á einhverjum bekk og tala við gamlan kall um einhverjar tilfinningar. Ég sá þetta allavega þannig fyrir mér. Hins vegar leitaði ég mikið til skólastjórans, man ekki hversvegna ég byrjaði á því samt. Ég sat hjá honum heilu tímana stundum og talaði og talaði og grét og grét. Stundum lagði ég mig í sófann hans á eftir og jafnaði mig eða sofnaði. Hann var svo yndislegur alltaf við mig og alveg sama hvað var að, alltaf hlustaði hann. Á tímabili var ég að gefast upp á skólanum og ætlaði að hætta en honum tókst að stappa í mig stálinu og fá mig til að vera áfram. Fyrir það er ég mjög þakklát. Fyrir allt sem hann gerði fyrir mig er ég mjög þakklát, bara að hann var til staðar fyrir mig á þennann hátt. Ég veit ekki hversvegna ég leitaði frekar til hans en t.d námsráðgjafans sem var líka rosalega fínn. Ég var einu sinni send til hans vegna lélegrar mætingar og mætti haldandi á bók (eins og alltaf á þeim tíma). Við töluðum um bókina í 2 klukkutíma og eftir það stoppaði hann mig alltaf á göngum skólans til að sjá hvaða bók ég héldi á í það og það skiptið.
Mér var hugsað til þessa alls í dag eftir að ég talaði við geðlækninn minn. Hann hefur aldrei séð mig svona glaða og hamingjusama og það er alveg ótrúlegt hvað ég er komin langt og líður vel. Sérstaklega auðvitað ef ég fer svona rosalega langt aftur.
Ég les ennþá Gyrði og mun alltaf gera býst ég við en ég kikna ekkert í hnjánum lengur þó ég mæti honum út á götu en brosi bara út í annað :)
Verum glöð saman
Hrönnsa
Athugasemdir
Úff já ég man sko eftir þessum tíma. En nú eru bjartir, æðislegir og glaðir tímar framundan.
Haltu áfram á þessari braut því aldrei hef ég upplifað systur mína jafn létta og aldrei hef ég upplifað umhverfið í kringum systur mína jafn bjart.
Stórt knús og klemma
Þín litla sis
Magnea (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 16:19
já nú eru góðir tímar framundan það er rétt, en svo nauðsynlegt að líta aðeins aftur stundum og minna sig á.
knús til baka
stóra sis
Hrönn Magnúsar, 13.5.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.