hlátur og gátur

DSC01701Ég gekk í gegnum hljómskálagarðinn um daginn á leið í vinnu og garðurinn ilmaði af sítrónuilm.  Frekar furðulegt.  Skýringin kom stuttu seinna þar sem ég gekk fram á 3 menn á fullu við að taka staurakrot af semsagt staurum og öðru í garðinum og límmiða með þvílíku vélinni.  Verð nú að segja að ég kann betur við náttúrulega ilminn en gaman að vel er hugsað um garðinn.

Í síðustu viku fór ég í elko og keypti mér ryksugu þar sem mín dó um daginn.  Ég fór einhverja millileið í verði (að mér fannst) en þegar ég prófaði gripinn heima gerði hún ekki það sem hún átti að gera... það er soga hluti upp af gólfinu.  Svo ég fór í dag og skilaði henni og keypti helmingi dýrari (og betri) og er gersamlega ástfangin!!  Mér líður eins og þegar Adrian Mole var að lýsa nýja gíra hjóli besta vinar síns.... (ef þið hafið lesið Mole þá fattið þið).  En hversvegna í óssköpunum eru ryksugur alltaf svona ljótar?  Eru þetta einu heimilistækin sem er ekki hægt að gera krúttleg?  Reyndar er til ryksuga í englandi sem heitir Henry og er eins og kall, voða sætur. En það er ekki til neinn Henry í elko.  En..pff.. þvílík ryksuga maður!!

Helginni eyddi ég í kolaportinu (eða laugardegi og mánudegi) og tókst heldur betur vel til.  Þetta er rosalega gaman en maður verður líka rosa þreyttur á eftir.  Það var þreytt og sæl díva sem gekk út í lok dags í gær. 

Ég fór til hómópata í síðustu viku og ég má ekki borða baunir (engar!) og engar hnetur heldur svo ég verð að gjöra svo vel og læra að elda kjöt fyrir prótein.  Geri þetta í 6 vikur og fer svo aftur í mælingu og verð þá búin að ,,bústa´´ mig vel upp af öllum þessum vítamínum sem hún setti mig á.  Vonandi þoli ég baunirnar og hneturnar aftur en er ekki viss því það er víst svo mikið nikkel í báðum.  En ég þarf að taka lýsi og Omega frá lýsi líka... á ekkert of auðvelt með það reyndar en hvað gerir maður ekki fyrir heilsuna ha?

jæja krúttin mín, verið góð við hin dýrin í skóginum

Hrönnsa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband