16.5.2008 | 22:30
Litlar hugleiðingar
Ég var stödd ofarlega á laugarvegi í dag, eiginlega alveg við Nóatún. Staðsetning kemur sögunni samt ekkert við. Allavega. Ég stóð og beið eftir græna kallinum til að komast yfir götuna (á leiðinni í klippingu sjáiði til) þegar maður í þvílíka vinnugallanum merktur Vegagerðinni í bak og fyrir, gengur til mín og segir ,,excuse me but do you speak english?´´ jú jú ég játti því. Þá bendir hann á skilti og segir ,,can you please tell me what this means?´´ Á skiltinu stóð ,,hjáleið´´. Hann útskýrði vandlega fyrir mér að hann þyrfti nefnilega að loka gangstéttinni og hefði verið látinn hafa þetta blessaða skilti sem hann vissi ekkert hvað stóð á. Semsagt ef það eru óeðlilegar umferðartafir ofarlega á laugarvegi er hægt að kenna mér um þar sem ég beindi skiltinu eitthvað (eða þið vitið örinni á skiltinu svo ég geri mig nú skiljanlega).
Því næst lá leið mín í búð til að kaupa inneign í símann minn en afgreiðslukonan horfði bara á mig og sagði ,,sorry I don´t speak Icelandic´´. Jamm svona er ísland í dag. Mér finnst frábært að hafa þessa fjölbreyttni í mannlífinu okkar og held að ísland hafi alveg þurft á því að halda að fá þessa flóru hingað en ég held að við séum alls ekki að standa okkur í því að hjálpa þessu fólki að læra tungumálið okkar. Tungumálakennslan á ekki að kosta neitt svona fyrir það fyrsta. Við verðum að vera duglegri að hjálpa til við aðlögunina. Það er örugglega eðlilegt að þetta taki smá tíma hjá okkur en ég vona svo innilega að það komi smám saman. Mig langar ekki að sjá Hagkaup auglýsa á pólsku aftur svona til dæmis.
Ég er þakklát fyrir:
*rigningu
*prjónana mína
*agave sýróp
*bláber
Ég er farin að vakna fyr á morgnana svo ég geti tekið mér tíma á leið til vinnu og gengið í gegnum gamla kirkjugarðinn. Það er nefnilega ekki hægt að arka þar í gegn. Maður verður að gefa sér smá tíma, lesa á leiðin og stoppa og hugsa. Alveg sama hversu oft ég fer þarna í gegn að þá sé ég alltaf eitthvað nýtt eða með nýjum augum. Undanfarið hefur veðrið verið svo yndislegt svo þetta hafa verið góðir morgnar. Nema reyndar í morgun var smá rigning en hva... maður lætur það nú ekki á sig fá þó nokkrir dropar falli.
Jæja, ég verð með Birnu frænku í Vogarskóla að selja dót og drasl (oh svo gaman) á morgun (laugardag). Hlakka mikið til.
Svo eru framundan 3 matreiðslunámskeið og tími hjá miðli. Svo ennþá meira til að hlakka til.
knús á ykkur inn í helgina
Hrönnsa
p.s: Ég er að prjóna mér sumar peysu úr þessu garni sem er á myndinni. Bleikt að sjálfsögðu... þarf að spyrja?
Athugasemdir
Mikið rosalega var gaman í dag á "markaðinum" þarna í Vogaskóla!
Ég er farin að hlakka svaðalega til að fara fljótlega í kolaportið og selja meira thihihi.....
Fór í mat til mömmu og Jóns Helga áðan og vð mamma vorum að tala um hvað þú litir vel út og værir hress og glöð þegar að mamma sagði " Já, hún er bara komin aftur, gamla góða Hrönsa" og það er alveg satt það er eins og þú sért komin aftur. Eins og þú hafir verið tínd í 10 ár og sért komin aftur.
Það var gaman að vera með þér í dag og mikið er gott að fá þig eftur. Haltu áfram því sem þú ert að gera -það er greinilega að virka :-)
Knús á þig og klemma,
BW
Birna frænka (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:48
Var á hraðferð....
HRÖNNSA átti þetta að vera :-)
Birna frænka (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:51
Það hefur greinilega verið fjör á skólasölunni! Oh hvað ég hefði verið til í að vera þar með ykkur:)
En kannski næst...
Knús og klemma
Þín sis
Magnea (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.