19.5.2008 | 17:30
Fluga á vegg
Jæja þá erum við mamma á leið norður á Dalvík í jarðarför. Tilefnið mætti vera skemmtilegara aðsjálfsögðu en ég hlakka samt til að hitta familíuna. Ég er búin að pakka og er með allt í litlum töskum og pokum þar sem ferðatöskurnar tvær sem ég á voru alveg innst inni í geymslunni og ég nenni ekki að ná í þær. Var að muna eftir því að síðast þegar ég fór norður gerðist nákvæmlega það sama og amma var svo hneiksluð á mér að hún gaf mér ferðatösku. En núna gisti ég ekki hjá henni svo hún kemst ekkert að þessu (uss allir!).
*rífa niður rófur fyrir bílferðina..check
*kaupa karob súkkulaði þegar sykurlöngunin kemur í lok ferðar.... check
*blanda grænan drykk fyrir orku á leiðinni...check
semsagt til í slaginn :)
Einu sinni á ári fæ ég algjört æði fyrir Inxs tónleikunum á Wembley stadium (frá 1994 minnir mig). Ég vakna með lögin í hausnum, söngla þau í hausnum í vinnunni og horfi svo á tónleikana 4 sinnum á dag í um viku eða svo. Ég er nokkuð viss um að nágrannarnir mínir eru alveg að fíla að ég fari í burtu í nokkra daga núna.
jæja, kellan var að hringja og er á leiðinni... eigið þið góða viku dúllur
kveðja
Hrönnsa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.