komin heim

DSC01738Dallas city stóð undir væntingum að vanda.  Yndislegt að hitta fólkið mitt og rölta um í góða veðrinu. 

Það er alltaf erftitt að kveðja ástvin.  Hrönn frænka var mögnuð kona sem mun lifa áfram með okkur í minningunum okkar um hana.  Við útförina talaði presturinn um sorgina og hvernig okkar samfélag tekst á við sorgarferlið.  Mér fannst þetta mjög gott innslag hjá honum og átti vel við.  Tíminn læknar ekki öll sár því sárin skilja eftir ör á sálinni.  Hinsvegar held ég að tíminn hjálpi okkur að lifa með sorginni.  Við húskveðjuna var ég alveg að brotna og þá er mér litið upp og sé þar mynd af Hrönn frænku í þvílíku múnderingunni, með risastór sólgleraugu, fjaðrahatt og blómakjól að taka þátt í einhverju leikriti og ég gat ekki annað en brosað.

Hrönn frænka ræktaði sumarblóm og var með þetta út um allann Dalbæ eflaust við mismikinn fögnuð annarra íbúenda.  En núna eru blómin hjá ömmu og ekkert smá magn.  Ég fékk eitthvað af stjúpum og öðru sem við vitum ekki hvað er og ég setti þetta niður í garðinn minn á fimmtudaginn (sem varð til þess að ég gleymdi júróvisjón en mér var nú nokk sama).  Restin af blómunum fer svo upp á leiði til hennar.

En hvað haldiði! Mín er bara farin að taka lýsi OG omega 3 fiskiolíu á morgnana... já ég veit, ég er þvílík hetja!! Sko mér var kennt trikk sem svínvirkar og það er svona: fyrst setur maður í munninn sterkan safa en kyngir ekki (ég nota epla/mango safa) og svo lýsið og galdurinn er að kyngja þessu saman.  Þá ropar maður engu lýsi upp yfir daginn... þvílík snilld alveg.  Þetta ættu þeir hjá lýsi að fara í herferð með og kenna fólki. 

Ég er í þvílíku prjóna, sauma og mósaik stuði þessa dagana og hef varla tíma til að anda.  Nóg að gera semsagt sem er alltaf jákvætt. 

Jæja, nóg í bili.... góða skemmtun yfir júró í kvöld

kveðja Hrönnsa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband