25.5.2008 | 11:30
Júró júró júró
Jæja, þá er júróvisjón yfirstaðið og eðlilegt líf getur hafist aftur. Ég verð nú að segja að ég var mjög hissa þegar Britney Spears2 fór að hala inn stigum en svo yfirtók þessi Rússneski. Lagið hans er svona ,,hmm ætti ég að poppa´´ lag finnst mér, ég mundi ekki einu sinni hvernig það hljómaði þegar var verið að gefa stigin en ég hlýt bara að hafa svona afleitann tónlistarsmekk. Það er spurning. Ég var reyndar komin svo langt inn í Inspector Morse þátt að það var alveg á mörkunum að ég nennti að færa sjónvarpið og tengja það við loftnetið en á síðustu stundu gerði ég það nú. Gaman að vera með og allt það.
En fannst ykkur ekki gaman að Ísland fékk actually stig!! Brilljant alveg. Maður er orðin svo vanur hinu að þetta kom manni alveg í opna skjöldu...jahérna hér. Ég var náttúrulega búin að vera með herferð um alla evrópu um að gefa okkur stig svo það hlýtur að hafa skilað sér. Annars helltist yfir mig tiltektaræði við stigagjöfina svo nú er íbúðin í rúst, eða vinnuherbergið réttara sagt þar sem ég hendt öllu þangað inn. Þarf að laga það í dag.
En hvað haldiðiði... ég keypti mér prentara í vikunni..ú je. Ég átti fantagóðann prentara fyrir nokkrum árum en var með hann úti í garði og hann þoldi það ekki blessaður (lélegt finnst ykkur ekki?) og er búin að vera á leiðinni að kaupa prentara síðan en einhvernveginn hefur það ekki gerst.... þangað til núna. Semsagt ný ryksuga og nýr prentari.... hvað verður næst?? Mig langar reyndar rosalega í nýtt straujárn þar sem mitt er búið að detta soldið oft í gólfið og er orðið brotið svo það sést inn í það á tveim stöðum en á meðan það virkar læt ég það duga. En ég semsagt er prentandi út hægri og vinstri og þvílíkt fjör á þessum bæ.
Litahringurinn er alveg að smella saman. Ég strauaði í gær 8 metra af hvítu efni sem fer í bakgrunn, bak og kannt.... 8 metrar strauaðir báðum megin...geri aðrir betur...
Jæja, það er tiltekt og saumerí sem bíður mín í dag....
knús á ykkur
Hrönnsa
Athugasemdir
Ég vissi nú ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við þegar blessaða lagið frá Rússum byrjaði.
Ég meina hvernig bregst maður við þegar karlmaður (ef má kalla) liggur og engist um upp á sviði með þvílíkar fettur og grettur. Æ ég veit það ekki en mig hefur aldrei þótt það mjög sjarmerandi þegar fólk liggur á sviðinu og hvað þá þegar engist um í hálfgerðum krampaköstum. Svo gerði hann alveg útslægið með hann reyf utan af sér skyrtuna !!!! Hvað var það ??????
Magnea (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:12
Nákvæmlega!! Vel sagt systir góð og sæl. Bara skil ekki hvað evrópa sér við þetta atriði. Eða þá Britney atriðið. Ég sit hér og horfi á Sigtið með Frímanni og engist um af hlátri, þvílík snilld. Ég þarf að senda þér þetta út.
Hrönn Magnúsar, 25.5.2008 kl. 18:28
Halló halló halló!!!
Ekkert blogg í 5 daga!!!!
Hvernig stendur á því?? Maður fer hérna inn orðið þrisvar á dag til að tékka eeeeen nei bara ekkert... Brettu nú upp ermar kæra systir:)))
Magnea (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.