Fyrir þig Magnea mín

DSC01786Jahérna hér, bara farið að ýta á eftir manni með að skrifa...hehe, já það er ágætt að hafa smá aðhald.  Reyndar skrifaði ég færslu um daginn sem vistaðist ekki svo ég er ekki alveg búin að vera svona löt.

En garðurinn minn er búinn að eiga hug minn allann undanfarna daga.  Er búin að vera að reita arfa og setja niður stjúpur, fjólur og margarítur svo eitthvað sé nefnt.  Reyndar fæ ég alltaf smá samviskubit þegar ég ríf upp blessaðann arfann.  Eru ekki regnskógarnir í útrýmingarhættu... er þá nokkuð sniðugt að vera að týna upp og henda þessu græna? Ég meina þurfum við ekki á öllu þessu að halda eða hvað?  Ja maður spyr sig bara. 

Ég fór með mömmu í smá snatt í dag og þar sem við vorum staddar í kóparvoginum ákváðum við að taka smá krók og kíkja niður í Furugrund þar sem við bjuggum fyrir langa löngu.  Rosalega gaman að sjá hvað allt er orðið gróið og fallegt.  Reyndar leiðinlegt að sjá hvað lítið er eftir af fossvogsdalnum sjálfum.  Nú er búið að skipuleggja hann allann virðist vera, golfvöllur og útivistasvæði.  Þarna eltist ég við álfa í skurðum þegar ég var lítil og ræktaði líka grænmeti í skólagörðunum sem var mjög gaman.  Nema kartöflunum mínum var öllum stolið, það man ég.  Svo lét mamma mig ganga á milli allra íbúðanna í blokkinni okkar og gefa allt þetta kál því það skemmdist bara hjá okkur í þessu mikla magni.  Þetta var svona ,,trip down memory lane´´ svo ég sletti nú aðeins á útlensku.  Mjög gaman.

Svo er dúkkan mín hún Lína komin með tvö ný dress.  Já já hún er orðin voða pæja.  Þetta eru semsagt tveir kjólar ásamt húfum og skóm.  Ég er ekki hálfnuð með fataskápinn hennar.  Hana vantar peysu, buxur, undirföt og útiföt.  Já og bútateppi svo henni verði ekki kalt þegar hún sefur greyið litla. 

Ég las bókina ,,þegar ég dey´´ í vikunni.  Þetta átti að vera svona bók sem opnar augu manns fyrir lífinu (eða það stendur aftan á henni).  Ég hugsaði með mér að mér veitti ekki afþví, er búin að vera að lesa frekar þungar bækur undanfarið.  En nei nei, bókin var bara frekar leiðinleg og allir ótrúlega pirraðir eitthvað og neikvæðir, alltaf að rífast.  Hún var allavega ekki að gera sig fyrir mig en greinilega virkar fyrir suma sem er auðvitað hið besta mál.

Núna um helgina ætla ég að vinna meira í garðinum.  Ég þarf að færa eina plöntu (einhver klukka) og ef veðrið er gott ætla ég að setja mósaik á álfinn sem býr í garðinum.  Já og klára afmælisgjöfina hennar Magneu (sem átti afmæli í mars...hóst)

Blessi ykkur allir heilagir andar

pönnsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar!!

ooooo hvað ég hefði verið til í að koma með ykkur í Furugrundina... Ég fór þangað með Óskari fyrir örugglega svona 6 árum síðan ef ekki meira, og það var einmitt það sama. Þvílíka flash backið sem ég upplifði og Skari minn fékk þetta allt saman í æð:) Sem honum hefur að sjálfsögðu þótt ómótstæðileg upplifun !! Það er ég alveg viss um:) Ég meina hver vill ekki heyra um það hvar ég lærði að hjóla og hvar ég handlegsbrotnaði og hvar ég var í kassabíla kappakstri...    Yndislegir tímar, yndislegir tímar.......

Magnea (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 16:35

2 identicon

Úps!!!

 Hvernig gat ég gleymt að spyrja þig!!!

Ertu búin að fara sjá hann, snerta hann, vera í návist hans og þefa af honum ???? Og þá er ég að sjálfsögðu að tala um Viggo Mortensen

Ég veit, ég veit algerlega I got elbow's thing en ég meina kom on!!! Who are we talking about???? 

Þú verður að taka í hendina á honum. Þú munt búa að því alla ævi. Staðreynd!!! 

Magnea (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Hrönn Magnúsar

nei ég er ekki búin að hitta meistarann.... en ég meina.. ég er nú búin að vera með mynd af honum á  svefniherbergishurðinni í nokkur ár svo ég býst nú alveg við því að hann taki í hendina á mér...svona einhverntíman í náinni framtíð

Hrönn Magnúsar, 31.5.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband