31.5.2008 | 21:13
Bzzzzzzz
Ég skal opna mig með svolítð: ég er mjög hrædd við flugur og þá meina ég mjög mjög mjög hrædd við flugur. En bara geitunga og vespur. Jú og smá við bíflugur. Það er smá regla í gangi hjá mér og hún er sú að þegar ég er úti er ég í ,,þeirra heimi´´ og verð bara að taka því en inni hjá mér er ,,minn heimur´´ og hann skal vera flugnalaus og hana nú! Hins vegar er vandamálið það að þegar þessar elskur koma inn til mín er ég allt of hrædd til að koma nálægt þeim til að koma þeim út. Þar sem ég hef jú búið ein síðan ég var 19 ára hef ég komið mér upp ágætis ,,flugna´´ kerfi og það er svona:
1. Biðja viðkomandi flugu mjög mjög vingjarnlega að fara út. Þetta virkar ekki oft en kemur samt fyrir að það gerir það. Aðal galdurinn er að vera nógu kurteis.
2. Hlaupa upp á næstu hæð fyrir ofan mig og tala við konuna þar og hún kemur hlaupandi niður með hárspreyið og bjargar mér. Hún drepur líka ekki flugurnar heldur hleypir þeim aftur út í heiminn sinn. Mjög mannúðlegt. (þær eru reyndar með pínu hársprey á sér en það er bara til að þyngja þær í smá stund svo þær séu nógu kjurar til að hægt sé að fanga þær).
Ef hún er ekki heima....jahh.. þá er ég í vondum málum. Ég hef hringt í pabba en hann getur víst ekki komið úr vinnunni (skiljanlegt eftirá en ég sé ekki húmorinn í þessari bón minni í miðri geðshræringunni). Fyrir nokkrum árum var ég stödd á einhverri garðyrkju sýningu með pabba og Hafdísi og þar var verið að selja svona flugna-bana apparat sem var þannig að maður gaf flugunum raflost þannig að þær drápust strax. Partur af mér dauðlangaði í þetta en hinum partinum fannst þetta hræðilegt og mjög svo ómannleg aðferð.... eða ófluguvæn er sennilega réttara. Ooohhh hvað ég hef oft óskað mér að eiga svona tæki. En sko... ég vil ekkert drepa flugurnar.. bara koma þeim út.
Hér er svo listi yfir uppáhaldsmyndirnar mínar (sem kemur flugum akkurat ekkert við):
+Amelie
+Lord of the rings (get ekki gert upp á milli þeirra)
+Little miss sunshine
+Clay pigeons
+The usual suspects
+Buffalo soldiers
+Chocolate
+What´s eating Gilbert Grape
+A perfect murder
+Titanic
+Apollo 13
Þetta eru allt myndir sem ég er búin að horfa endalaust á og kann orðið utan að en get samt alltaf horft á aftur.
Vonandi njótið þið helgarinnar í góða veðrinu
knús á ykkur
H
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.