það er komið sumar

DSC01796Þá er júní kominn....yndislegt.  Oooh hvað ég hlakka til að sitja úti í garðinum mínum með prjónana mína eða bók og njóta lífsins.  Límónaði og sólgleraugu eru málið núna. Ég trúi því svo innilega að þetta verði gott sumar því nú er það formlega hafið á dagatalinu gott fólk.... allir út að grilla!!

Blómið hér til hliðar er úr garðinum mínum.  Það heitir Margaríta og er í miklu uppáhaldi hjá mér.  Svo einfalt og fallegt.  Ég er ekki mikil rósakona í afskornum blómum en það er mjög falleg gul rós úti í garði, man ekki alveg hvað hún heitir í augnablikinu. 

Í vikunni eru svo 3 matreiðslunámskeið hjá Sollu sætu, það fyrsta í kvöld.  Ég lifi svo fyrir þetta og er alltaf svo dugleg í eldhúsinu á eftir.... spurning hvað gerist í eldhúsinu eftir 3 í röð.. fer örugglega allt á yfirsnúning.

Það er ansi margt planað fyrir júnímánuð.  3 lítil bútateppi sem þarf að klára, peysa sem þarf að prjóna og svo margt margt fleira.  Það væri nú ekki verra ef ég kláraði eitthvað af mósaiki líka, set það á listann.  Ég fann 2 mánaða gamlann lista í töskunni minni um daginn og af honum var allt klárað nema eitt sem ég kláraði núna um helgina....svo þetta tosast nú allt saman þótt sumt gerist hægt og annað enn hægar, þannig er það nú bara.

Svo er stóóooora verkefnið og það er vinnuherbergið.  Ég fer þangað inn á hverjum degi og tek eitthvað fyrir og laga og það er ekki svo langt í land skal ég segja ykkur, þetta er nefnilega allt að koma hjá mér.

Nóg í bili... ætla að undirbúa mig fyrir kvöldið

Hrönnsa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband