9.6.2008 | 19:02
Gleðifréttir
Nú er gleði á bæ.... ég skal útskýra: í mars sótti ég um sjálfboðastarf í bretlandi í sumar en komst ekki að, sem var svosem allt í lagi, ég gerði bara önnur plön. Svo núna á föstudaginn fékk ég tölvupóst þar sem ég var spurð hvort ég hefði enn áhuga að koma, einhver hafði dottið úr prógramminu og ég semsagt er á leiðinni út 28 júní!! Jíha. Ég gekk frá flugmiðanum í dag svo þetta er allt að gerast og ég kem heim í byrjun september. Jiiiih hvað verður gaman hjá mér. Ég ætla alveg að missa mig á bókasafni skólans og drekkja mér í fróðleik, sitja svo í sólinni og vatnslita, lesa, prjóna og njóta lífsins út í ystu æsar.
Núna er ég semsagt að græja allt á mettíma og það er ótrúlegt hvað allt er að smella hratt saman, það heyrist meira að segja svona ,,klikk klikk klikk´´ hljóð allt í kringum mig þessa dagana.
En um síðustu helgi fórum við Birna frænka og Calum í koló og það gekk bara ágætlega. Maður verður nú þreyttur þarna en þetta er samt gaman. Við förum aftur um næstu helgi og tökum þetta með trompi :) Að sjálfsögðu enda fræknar frænkur á ferð.
Ég er á fullu núna að klára að prjóna sumar peysuna mína og sauma mér nokkur pils áður en ég fer... hlllllaakiið þið til með mér
knús á ykkur yndin mín
H
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.