16.6.2008 | 17:42
komin aftur
Jæja gott fólk ég er komin aftur. Tölvan mín fór til ,,tölvulæknis´´ og er orðin eins og lambið eina að leika við aftur. Það var nú bara ágætt að vera tölvulaus í viku, ég prjónaði mér til dæmis eina peysu á meðan ég horfði á Deadwood (seríu 1) og kalla það nú bara gott. Þetta sýnir ágætlega hvað getur farið mikill tími í blessað netið, en það getur líka verið gaman inn á milli. Er þetta ekki enn og aftur spurning um jafnvægi.
Ég gat ekki staðist freistinguna þegar ég sá þessa lilluðu tölvutösku... ég meina er annað hægt?? Vantaði mig tölvutösku? ....uuuu nei.. langaði mig í hana? já já já og nú býr hún heima hjá mér og fær mikla athygli, ég strýk henni reglulega og tala vel til hennar. Svo er ég semsagt að fara að lita jakka svona grænann, skipta um tölur á honum og gera hann fínann fyrir sumarið.
Mesti tíminn undanfarið hefur samt farið í að undirbúa ferðina út til englands en ég fer í lok næstu viku og verð í 9 vikur. Hvað á maður að hafa með sér fyrir svo langan tíma... það er það sem allt snýst um þessa dagana. Passa að gleyma engu en taka alls ekki of mikið með.. uppástungur?? Hugmyndir?? Ég er alveg týpan sem myndi taka með nokkra kassa af íslensku vatni ef það væri ekki svona dýrt að flytja það svo þið sjáið hvað ég þarf að eiga við.
Sjáiði til ég er nefnilega ein af þessum sem hef aldrei skilið hvernig fólk fer að því að taka með sér eina litla tösku, en ég er alveg til í að læra þessa list. ójá hún ég er sko alveg til í að læra þetta því ég get ómögulega burðast með of mikið. En þar sem ég verð stödd úti í sveit í þetta sinn verð ég að vera með allt með mér sem ég þarf á að halda.
En að öðru: ég er búin að vera að hlusta á diskinn hennar Dísu og finnst hann mjög svo góður. Annars eiga Múgsefjun alla mína ást og gleði þessa dagana..ooh þeir eru æði!!
Áfram með smjörið og fjörið.. eigið góðan þjóðhátíðardag snúllur
Hrönnsa
Athugasemdir
Elsku systir.
Hvern ertu að reyna að blekkja.... Þú veist það vel að það er alveg sama hvað þú reynir að skipuleggja þig vel og raða ofaní eina til tvær töskur að þú átt eftir að enda með fimm. hahahah + eitt koffort, sex bakpoka og ca átta pappakassa. Og svo gæti listinn meira að segja haldið áfram hahaha
Nei, nei ég hef fulla trú á þér. Reyndu bara að gera lista og raðaðu fötunum í flokka á rúmið þitt. Það virkar alltaf:):)
Reyndu bara að passa BÆKURNAR (þú veist hvað ég meina)
Stendur þig vel systir góð
Magnea (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 07:37
já....sko.. ég er komin með bunka af fötum sem koma til greina svo þetta er allt í áttina..
hvað bækurnar varðar er ég mjög svo góð með mig og ætla aðeins með tvær með mér!!! Eina til að lesa á leiðinni (3,5 tímar í flugi plús 3 tímar í rútu svo bók er nauðsynleg) og svo er ég með aðra bók sem er svo heimspekileg og þung að ég þarf að leggjast vel yfir hana og hún er ekki alveg til að grípa í á ferðalögum.
En ég meina...hey..ég er að reyna
kveðja og knús og farðu nú að skrifa á síðuna þína stelpa
Hrönnsa
Hrönn Magnúsar, 18.6.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.