Fallegi ferðalangurinn

Það er nóg að gera á þessum bæ... sem er reyndar ekki minn bær því ég er komin til mömmu.  Það er skrítið að vera ekki í íbúðinni minni.  Þegar ég var búin að þrífa og fara ferð númer 365 niður í geymslu leit ég yfir og hugsaði ,,afhverju er aldrei svona rosalega fínt hjá mér?´´  Jú, ég er ekki vön að taka til í marga daga í röð (því er nú ver og miður) en kannski ég taki það bara upp þegar ég kem heim, hver veit.

Það er allt að verða tilbúið hjá mér, búið að vera nóg að gera í að klára hitt og þetta en nú er þetta að loksins að smella saman.  Ég hef verið að setja nýja manneskju inn í vinnunni sem hefur verið mjög gaman því þá hef ég einhvern til að tala við allann daginn sem er frábært.  Við missum okkur líka soldið... ahem... eins og gerist, eins og gerist.

Núna er ég á fullu að kveðja vini og hitta alla þá sem ég get áður en ég fer, þeir sem ég næ ekki að hitta, ekki móðgast samt, ykkar tími mun koma eins og segir einhversstaðar :)  Þetta eru nú ekki nema 9 vikur, en samt... það eru nú alveg 9 vikur.  Ég leysti út lyfin mín fyrir ferðina og leið svoldið hræðilega þegar ég tók við þessu öllu... ekkert smá magn!! en svona er þetta bara og partur af minni tilveru. 

Ég er rosalega ánægð með pilsin mín, ég fer með 4 með mér.  Peysuna sem ég prjónaði er ég hins vegar ekki nógu ánægð með og ekki víst að ég taki hana með mér, veit ekki alveg.  Ég ætla að fara á morgun og kaupa á hana tölur og þvo hana og sjá hvort ég fíla hana eitthvað betur.

Ég hef ekki haft tíma til að setja nýjar myndir inn af myndavélinni svo engin mynd í þetta skiptið, þið bara ýmindið ykkur flottheitin þar til ég set myndir inn.

Ég rakst á þetta í gær og finnst þetta svo fallegt:

Dance as though no one is watching you.

Love as though you  have never been hurt before.

Sing as though no one can hear you.

Live as though heaven is on earth. 

Spáið í einu... það er talið að konur innbyrði um 2 kíló af snyrtivörum á ári (já..á ári!!).  Þegar við þurfum að bæta við varalit (og öðru slíku) er það oftast þvi hann hefur farið inn í húðina (nema maður sé kysstur í kaf endalaust), húðin okkar er jú hönnuð til þessa ekki satt??  Eins gott að passa hvað við erum að setja á yndislegu húðina okkar (og varalitir eru víst þeir verstu þegar kemur að eiturefnum í snyrtivörum).  Ég nota vörurnar frá Aveda og dr. Hauchka (kann ekki að skrifa það og nenni ekki að standa upp) og er mjög ánægð með þær.  Það eru til fullt fullt af flottum vörum á markaðnum sem eru betri fyrir okkur en aðrar svo um að gera að fara í rannsóknarleiðangur í snyrtibudduna.  Ekki spara á þessu sviði elskurnar mínar og endurnýjið oft.  Lítið á málningarvörurnar ykkar sem ,,ferskvöru´´ sem endist ekki lengi og þarf að endurnýja oft.

jæja nóg í bili

kveðja

Ferðalangurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband