26.6.2008 | 20:18
Þetta er allt að koma
Ég stalst til að fá mér smá ís (ok það má deila um stærðina) í góða veðrinu í dag. Í dag var líka síðasti vinnudagurinn minn svo ágætt að halda upp á það. Ef manni langar í ís að þá má jú alltaf finna einhverjar ástæður til að fagna... til dæmis er fimmtudagur í dag og ágætis tilefni til fagnaðar.
Eeennnn... og haldið ykkur nú... ég viktaði ferðatöskuna mína áðan og hún er UNDIR 18 kílóum!! Þetta hefur aldrei gerst held ég í sögu Hrannar, enda er ég búin að standa mig vel í pökknuninni og hef staðist ýmsar freistingar (eða þannig þið skiljið) og jú hún er ekki 18 kíló tóm.. það eru föt í henni..
Annars er það eina sem ég á eftir að gera er að fara í klippingu á morgun, kaupa garn í peysu (til að taka með út svo ég hafi nú nóg fyrir stafni) og kaupa gjaldeyrir. Rowan eru komnir með garn úr lífrænni bómul sem ég ætla að prjóna úr... er bara að velta litnum fyrir mér... ætti ég að gera enn eina bleika?? kemur sterkt inn, kemur sterkt inn.
Sá flottasta sundbol sem ég hef á ævi minni séð í dag, hvítann með rauðum doppum og gamaldags sniði... eeeen stóðst freistinguna (ég er að verða pró í þessu) og læt mig bara dreyma um hann í staðinn.
Oooh hvað ég vildi óska að ég gæti haft með mér prjónana í flugvélinni. Hverjum datt í hug að banna það?? Jú afþví ég gæti drepið mann og annann með bitlausum bambusprjónunum, einmitt það já. Bækurnar eru óvart orðnar tvær til að hafa á leiðinni en matardæmið er alveg að ganga upp og ég er komin með ágætis slatta í töskuna.
Hvað haldiði að ég hafi fundið? Geeeeððveikar karob-karamellur í Yggdrasil..mmm.. tek poka með á leiðinni til að maula á ...keypti reyndar 3, en einhverra hluta vegna er bara einn eftir (afhverju ætli það sé? hmmmm). Mig grunar sterklega hann Mola (kisuna hennar mömmu), hann sækir grunsamlega í að liggja á meltunni uppi í rúminu mínu...og... borða karamellurnar mínar.
jæja elskurnar mínar, elskið eins og þið eigið allann heiminn.....
pönnsan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.