Ævintýrið hefst með einu skrefi...

DSC01811jæja loksins get ég sýnt teppið sem ég saumaði handa Magneu systur í afmælisgjöf.  Hún er semsagt búin að fá það (loksins, átti afmæli í mars) og er mjög ánægð með lúruteppið sitt (sjúkk!).  Teppið er bara gert úr afgöngum svo þetta er alveg ekta bútateppi :)

Ég er búin að pakka örugglega 10 sinnum í dag og taka meira og meira úr töskunni og núna er hún 21 kíló og ekki séns að taka meira úr henni (að mér finnst allavega).  Ég sem grobbaði mig svo mikið í gær hvað ég stæði mig vel í þessu pakkeríi en ég ég er nú alveg sátt og sæl með þetta samt.  Ég er búin að smyrja nestið og allt er tilbúið, á eftir að hringja í ömmu og afa og kveðja og svo ætla ég í háttinn enda þarf ég að vakna klukkan 4 í nótt.  Mamma er svo yndisleg að vakna með mér og keyra mig... það er ekki amarlegt að eiga svona yndislega mömmu... og foreldra yfirleitt :)

Ég keypti garn í peysu í dag, fallega gult bómullargarn.  Smá frí frá bleika/fjólubláa litnum hjá mér.  Annars hef ég prjónað mér ansi margar grænar líka í gegnum árin.  Allavega.   Þegar heim var komið með garnið áttaði ég mig á því að: ég pakkaði prjónunum mínum niður í geymslu!  Ég hafði svosem ekki mikið að gera og tók til við að fara í gegnum alla kassana í geymslunni (jebb) og fann loks prjónapokann.... í neðsta kassanum... er það ekki alltaf þannig?

jæja snúllur, nú hefst ævintýrið...hlllllaaakkið til með mér:)

kveðja

Hrönnsa yndis-pönnsa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó já ég fékk sko teppið frá þér !!  Fallegra teppi hef ég sko aldrei séð, og hefuru gert þau mörg hehe en ætli það sé ekki bara þanig að manni finnist sitt alltaf fallegast?

Þúsund þúsund þakkir fyrir afmælisgjöfina. Þetta er fallegasta afmælisgjöf sem að ég hef fengið.

Góða ferð sis og ég býst við bréfi frá þér daglega hehe

Þín sis

Magnea (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 21:31

2 identicon

heyrðu, heyrðu, heyrðu hvar eru allar Englands fréttirnar???

Svona kella áfram með smjörið.... :)

Magnea sis (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband