25.3.2009 | 19:23
prjónað fjall
þetta er ekki fjall, þetta er mynd af fjalli.
Ég þarf að gera inngangsverkefni fyrir skólann í danmörku og a) ég þarf að búa til eitthvað og b) skrifa síðan ritgerð um það. Ég hef innan við viku til að gera þetta og þá þýðir ekkert að taka langan tíma í að ákveða hvað maður ætlar að gera.
Það fyrsta sem mér datt í hug var að prjóna stein en svo datt það eiginlega upp fyrir sig þar sem ég efast um að ég geti skrifað ritgerð um stein og þá mundi ég eftir nákvæmlega þessari mynd sem er að finna í bókinni Íslendingar. Sem betur fer var bókin inni á bókasafninu og ég er búin að vera að hugsa þetta í allan dag. Fór í prjónabúð í dag að skoða garn og er að velta þessu fyrir mér. Fer á morgun að kaupa garnið og þá verð ég að vera búin að ákveða mig.
Hér er smá spurning fyrir ykkur. Hvort ætti ég að gera veggteppi af myndinni (þá himinn, fjall etc) eða bara fjallið með fyllingu, svona eins og púða??
Verst að það sést svo illa á þessari mynd hvað litirnir í henni eru fallegir, enda er þetta mynd af mynd (af mynd af mynd???)
Verð semsagt upptekin við þetta næstu daga.
Athugasemdir
Hæ, takk fyrir skilaboðin.......mikið var ég nú hissa að sjá þau!! Hvar rakstu eiginlega á síðuna mína??????
En spennandi að þú sért að fara í prjónanám, ertu kannski byrjuð? Ég er búin að setja þig í favorites.......verð nú að fylgjast með hjá þér!!;)
Ó jú, ég man sko eftir prjóneríisstundunum.....flott marglita peysan okkar...væri til í að sjá hana núna eftir öll þessi ár!;)
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.