Bleikt

DSC03876Ég er langt komin með nýtt bútateppi.  Það er í bleikum, rauðum og fjólubláum litum og er jólagjöf.  Um að gera að byrja snemma ekki satt? Það er mikil vinna við hvert teppi svo um að gera að hafa tímann fyrir sér í þessu.  Ég kláraði að sauma eitt teppi í janúar (blátt) sem er líka jólagjöf og svo er eitt eftir sem verður grænt.

Þegar ég var búin að skera niður efnin í þetta teppi sá ég að ég keypti allt of mikið af efnum og næ í annað alveg eins....fyrir mig :o) Þetta eru jú alveg mínir litir.  Það er frekar erfitt að gera teppi í þessum litum án þess að það verði væmið en ég held svei mér þá að mér hafi tekist það. 

Það eru alveg nokkur teppi á biðlista hjá mér sem ég þarf að sauma þegar þessi eru búin.  Ég er með tilbúin efni í tvö teppi sem eru bæði fyrir mig og svo eitt fyrir mömmu svo það vantar alls ekki verkefni á þessum bæ.  Og þetta er bara brot af því sem ég er að sauma.....fyrir utan svo allt hitt... prjóneríið og mósaikið og..og..og....mig vantar fleiri klukkutíma í sólarhringinn!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband