Sumarpeysan í ár

DSC03922Sumarpeysan er komin vel á veg.  Bakið er búið og þá finnst mér alltaf svo lítið eftir.  Ég er alveg dolfallin fyrir 4 ply bómullargarninu frá Rowan en þetta er önnur peysan í röð sem ég prjóna úr því.  Var svo að komast að því að þeir eru að hætta að framleiða það...er þetta ekki týpískt? Milk cotton garnið kemur í staðinn en það verður ekki flutt inn hingað þar sem það er of dýrt (yfir 1000kr dokkan sem er ansi mikið fyrir bómullargarn).  Ég er mjög hrifin af fínlegum bómullarpeysum núna og þær verða að hafa einhverja áferð þ.e ég er ekki að nenna að prjóna bara slétt þessa dagana.  Veit ekki afhverju.  Þessi flýgur alveg áfram jafnvel þó hún sé prjónuð á prjóna 2.5 mm og ég hlakka mikið til að klæðast henni í sumar...oh hvað ég verð fín.

The summer sweater is well on its way.  When I´ve got the back finished I always feel like half of the work is done.  I´ve completely fallen for the Rowan 4 ply cotton yarn and this is the second sweater in a row that I knit from it.  However I just found out that they are stopping the production of it... isn´t that typical? when you find something you like so much? They have replaced it with the milk-cotton yarn but that isn´t awailable here as it is too expensive.  At the moment I most like to knit really finely knitted sweaters and they have to have some kind of texture, I´m in no mood for just smooth surfaces.  Don´t know why.  This one is really moving along quickly even though it is knitted on needles no. 2.5 mm and I can´t wait to wear it this summer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband