fjöruferð

DSC03904Ég fór í fjöruferð um daginn í mjög svo góðu veðri og auðvitað var myndavélin meðferðis.  Smá sjávarþang, ótrúlega fallegir litirnir í því.  Ég varð alveg dolfallin að fylgjast með því veltast um í sjónum.  Er þetta ekki kallað blöðruþang?  Eða hvað?  Veit einhver?

 

 

 

 

DSC03906ótrúlegur kraftur í sjónum okkar, ég hefði getað staðið þarna í marga klukkutíma og hlaðið batteríin.

Ég hef horft á sjó í mörgum löndum en það jafnast ekkert á við þann íslenska hvað kraft og orku varðar.

 

 

 

 

DSC03912Minnir mig á skreiðina hjá afa þegar ég var krakki. það voru nú einhverjar ferðir farnar með þeim gamla.  Amma sat á kvöldin og hnýtti böndin og reyndi mikið að kenna mér að gera þessa hnúta rétt en alveg sama hvað ég reyndi, ég bara gat ekki lært þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband