Nýtt teppi

DSC03944

 Jæja, þá er þetta litla teppi loksins tilbúið. Það er algerlega gert úr efnis afgöngum, nema röndótta efnið sem er frá Kaffe Fassett.   Ótrúlegt en satt en þá tók það mig um ár að klára það! samt er það ekki nema 130x80cm. Ég lagði það svo oft frá mér, fór erlendis í 3 mánuði og flutti svo kannski er ekkert skrýtið hvað það tók langan tíma...ahem..eða ég reyni að segja sjálfri mér það.  Ég kláraði teppi í janúar sem tók bara tvo mánuði að klára frá byrjun til enda. Ég byrjaði að quilta það fyrir um 2 mánuðum en í miðju kafi brotnaði fóturinn á vélinni minni.  Vonandi fylgir bara gæfa teppinu í framtíðinni.  Kannski er ástæðan fyrir seinkuninni á teppinu er einfaldlega sú að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera við það.  Er þetta veggteppi?? Barnateppi??  Og þá handa hverjum?  Eins og er er ég bara ánægð með að vera búin með það og það dugir í bili.

Finally my sweet little quilt is finished, made entirely out of scraps apart from the stripy fabric which is from Kaffe Fassett.  It took me a whole year to finish this and it only measures 130x80cm.  I put it away so many times, went abroad for 3 months and then moved house so maybe its not so strange after all just how long this one took..ahem.. or so I try to tell myself.  I did finish a full size quilt in january that only took 2 months from start to finish. I started quilting it about 2 months ago but halfway through the quilting foot broke!  I hope only good things will happen to it in the future.  Maybe the reason it took so long to finish is simply the fact that I have no idea what to do with it.  Is it a wall quilt? A baby quilt??  I just don´t know.  For now I´m just really glad its done.

 

 

DSC03934

 Hér er svo smá nærmynd

Here is a little close up

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC03948

 Bakið er líka Kaffe Fassett efni.  Verst að mér tekst ekki að ná litunum alveg réttum en hringirnir eru alveg neon-grænir.  Ótrúlega fallegt efni og passar svo vel við teppið.

The back is a Kaffe Fassett fabric as well.  Too bad I can´t get the colours right though.  The circles are lime-green.  Such a beautiful fabric and just perfect for my little quilt.

 

 

 

 DSC03964

 Ég hef aldrei áður lokað teppi með röndum skornum á ská og er ótrúlega ánægð með útkomuna.  Mun pottþétt gera þetta aftur.

 I have never cut the binding on the bias before and I am so happy with the result!  I´ll be doing this again for sure.

 

En helgin er annars helguð prjónaskap að mestu og gengur vel.  Svo yndislegt þegar sólin lætur aðeins vita af sér.  Ís göngutúrar, sundferðir, grilllykt í loftinu og rúllandi sumar hamingja bara.

The weekend is mostly dedicated to knitting and the summer sweater is going really well.  So nice when the sun gives us a little visit.  Walks with ice-cream, swimming, bbq´s and happy summer moods.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðeins að kíkja við.  Ofsalega fallegt teppið!  Er ekki um að gera að eiga eitt teppi sem þú veist ekki hvað þú átt að gera við.....gæti komið sér vel einn daginn!;)  Ég kíki alltaf annað slagið, gaman að sjá hvað þú ert að bralla.  En hvar ertu staðsett núna?  Í Danmörku?  Byrjuð í náminu?

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Hrönn Magnúsar

Takk fyrir það Jóhanna mín.  Jú það er sennilega rétt hjá þér, það er allt í lagi að eiga eins og eitt teppi sem ég veit ekki enn hvað ég geri við, það er aldrei að vita.  Ég er núna á Íslandi en flyt til Danmerkur í byrjun ágúst.  Til hamingju með litla molann þinn :)

Hrönn Magnúsar, 19.5.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband