11.6.2009 | 10:17
fína bláa peysan mín
Ég keypti mér þessa einföldu bláu peysu í kolaportinu um síðustu helgi á 500 krónur. Þegar heim var komið byrjaði svo fjörið við að skreyta hana með hekluðum og prjónuðum dúllum.
Ég er svooo ánægð með hana og hef verið í henni á hverjum degi síðan. Nú vantar mig bara fleiri peysur sem ég breytt og lagað. Langar í fleiri liti og öðruvísi skraut og...og...og... þið vitið hvernig það er þegar hugmyndaflugið fer í gang, stundum er erfitt að halda í við það!
Ánægðust er ég með litla hvíta kragann en mér
var gefinn hann fyrir löngu síðan.
Og svo auðvitað varð ég að skreyta með bláu glimmergarni. Bæði framan á ermum og svo kantinn að framan.
mmmm... elska bara þessa litlu sætu peysu mína
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.