19.6.2009 | 12:00
ýmislegt í gangi á þessum bæ
Ég keypti mér garn í nýja peysu á mig - blátt..svo yndislega blátt og eins og þið sjáið á myndinni er það frá Debbie Bliss. Þegar ég var komin heim uppgötvaði ég að ég hef ekki prjónað bláa peysu á sjálfa mig í 8 ár! hvað er það?? Þá sem ég prjónaði á því herrans ári 2001 er löngu orðin of lítil á mig (ahem) og fór í rauðakross gáminn einhverntíman svo vonandi er einhver úti í heimi að njóta hennar.
En til þess að geta byrjað á þessari yndislegu og flottu peysu þarf ég fyrst að..........
....klára appelsínugulu peysuna! en ég á ca 3/4 af erminni eftir og svo auðvitað fráganginn. Hlakka svo til þegar hún verður búin en ég er búin að vera mun lengur með hana en ég ætlaði mér. Það er svona að prjóna fullorðinspeysu á prjóna nr. 2.5 mm. En semsagt hún er á lokametrunum og svo hjálpar auðvitað að líta öðru hvoru á bláa garnið til að flyta enn fyrir :)
Svo er ég að gera tilraunir með að prjóna mér skotthúfu. Ég er með garn frá artesano og aðsjálfsögðu er það fjólublátt, en ekki hvað. Ég er auðvitað með svarta skotthúfu við búninginn minn en þessi á að vera til dagsdaglegra nota. Hugmyndin er fengin frá húfunum sem Tóta er að gera en mig langar bara að gera mína eigin og í lit.
Eftir margra ára leit fann ég loksins fingurbjörg sem ég get notað. Ég hef hingað til sætt mig við að vera með gat á puttanum og blæðandi sár því þessar úr járni detta bara af mér og allt annað sem ég hef prófað, t.d úr leðri hefur ekki hentað mér heldur. Þar til ég sá þessar í Storkinum og þær eru æði!! Úr gúmmíi og detta alls ekki af, til í nokkrum stærðum og mörgum litum. Þið getið séð þær betur hér.
og svo í lokin á ég bara eftir að þræða og quilta þetta teppi sem ég vonandi get klárað núna um helgina.
Semsagt alltaf nóg að gera á þessum bæ. Eigið góða helgi dúllurnar mínar og njótum sumarsins.
Athugasemdir
Fallegur blái liturinn, ætlarðu að prjóna úr því Debbie Bliss peysu?
Jóhanna (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 19:30
Hæ Jóhanna,
Já ég er rosalega skotin í þessum bláa lit, svo fallegur :) Peysan er eftir uppskrift frá Kim Hargreaves og er í bók sem heitir Nectar. Ég á reyndar ekki bókina en er með ljósrit. Það á að vera Rowan Organic í peysunni en ég var eitthvað ekki að falla fyrir litunum þar og nota því þetta garn í staðinn. Hvað er að frétta af þér og ungunum?? Gengur vel með litla Odinn??
Hrönn Magnúsar, 21.6.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.