afsakið hlé

DSC04533ég er hérna ennþá.  Það hefur bara tekið aðeins lengri tíma en ég hélt að koma mér fyrir og í gang á nýjan leik.

Mér líður vel í skólanum og nú eru verkefnin að hrúgast inn svo það er eins gott að standa sig.

Mér líður vel í Viborg, bærinn er fallegur og mátulega lítill fyrir mig.  Ég bý alveg við miðbæinn svo það er stutt í allt. 

Í skólanum er ég núna í vélprjóni og fatasaum ásamt einu bóklegu kennslufagi og þetta er hin fínasta blanda.  Ágætt að vera bara í einu bóklegu fagi í einu, það virðist henta mér mjög vel.  Sérstaklega á meðan ég er að koma mér inn í dönskuna.

Danskan gengur annars bara mjög vel og hefur mér tekist að gera mig skiljanlega við alla þá sem ég hef ætlað mér held ég bara.  Ég skil allavega það sem er að gerast í skólanum og það hjálpar nú er það ekki :)

Ég er ekki enn búin að koma mér alveg fyrir í íbúðinni minni, er ekki komin með bókahillur t.d svo bækurnar eru hér enn í kössum og ég hef hreinlega ekki nennt að bora upp gardínustangirnar ennþá en það skiptir nú ekki svo miklu máli þar sem ég bý á 3 hæð.

Jæja, lofa að skrifa fljótt aftur svo fólkið mitt geti fylgst með mér

kveðja

H


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband