3.10.2009 | 13:54
Garnið okkar komið
Já við fengum garnið okkar sem við pöntuðum frá skotlandi, heilt tonn í allt!! Það var alveg eins og jólin að opna alla kassana og sjá litina og gleðina. Og ég átti bara eina rúllu af öllu þessu og svo deildi ég einni með annarri konu. Á hverri rúllu er eitt kíló af ull (eða blanda af bómul og ull en ég hélt mig við ullina). Svo var ein rúlla í afgang og ég keypti hana líka og ætla að handprjóna mér peysu úr henni en er að vélprjóna peysu úr hinni rúllunni.
Allt á fullu að taka upp úr kössunum, svooo gaman.
Ástæðan fyrir því að garnið var pantað er að verkefnið okkar í vélprjóni er að hanna og prjóna peysu. Peysan mín gengur bara nokkuð vel, hún er í rómantískum stíl og bleik að lit. Það verður gaman að sjá hvort hún á eftir að koma út eins og hún er í höfðinu á mér en ég vona það. Ég hef aldrei hannað peysu sjálf áður svo þetta er verulega spennandi og gaman. Í gær fór ég upp í skóla og prjónaði næstum 6 metra á vélina en þá festist hún og ég gat ekki losað hana og þurfti að fara heim. Svona er þetta þegar maður er að læra nýja hluti. En í lok október á peysan að vera tilbúin og það verður hún svo sannarlega og þá kem ég með mynd hingað inn :) Bíðið spennt!!!
kveðja frá Hrönnsunni
Athugasemdir
Ó vá! Það hefur verið gaman að taka upp úr þessum kössum! Hægt að baða sig upp úr garni þetta er svo mikið. Ég hlakka til að sjá peysuna sem þú ert að hanna. Ætlarðu að hanna þessa sem þú ert að plana að handprjóna?
Jóhanna (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 23:23
ó já Jóhanna mín það var sko gaman að fá allt þetta garn, verst að það var allt í plasti :) Ég keypti eina rúllu fyrir peysuna mína og svo aðra fyrir peysu sem ég er að vélprjóna fyrir skólann. Svo er ég með hálfa rúllu sem ég veit ekki alveg hvað ég geri við, trefil kannski, maður þarf nú að fara að hugsa um jólagjafir ekki satt :) Ég bíð bara eftir því að við pöntum aftur svo ég geti pantað mér fleiri liti, þetta er svooo gaman :)
Hrönn Magnúsar, 8.10.2009 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.