29.3.2008 | 10:44
hér er gott að vera
Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær ákvað ég að breyta stofunni. Ég geri þetta nokkrum sinnum á ári, veit ekki alveg hvers vegna, þarf sennilega að hafa einhverja hreifingu á hlutunum. Meðal annars var bókahillan færð og til gamans setti ég flestar Jodi Piccoult bækurnar saman og komst að því að ég á orðið 9 stykki... jább hún er ótrúlega góður höfundur þó svo bækurnar séu auðvitað misgóðar eða réttara sagt þær höfða oft mismikið til mín. Einu sinni var ég í svo miklu uppnámi eftir að hafa klárað bók eftir hana að ég sendi henni tölvupóst og fékk ótrúlega krúttlegt bréf til baka. Endilega kynnið ykkur bækurnar hennar ef þið hafið gaman af lestri. Þær fjalla um erfið málefni í okkar samfélagi en hluti sem snerta okkur öll, eins og líknadráp (með eða á móti), sjálfsmorð, nauðganir, sifjaspell og svo framvegis. Það sem mér finnst svo gott við bækurnar er það að öllum hliðum er alltaf velt upp, það hefur fengið mig til að sjá og spá í allskonar hluti sem ég gerði ekki áður.
Ég hef ákveðið að mála hjá mér stofuna, eldhúsið og ganginn. Ég ætla að kaupa litina hjá börnum náttúrunnar og mála með svokallaðri lazure áferð, en þá eru máluð mörg lög af þunnum litum sem koma í gegn og mynda fallega heild. Málað er með eilífðartákninu og ég hlakka mikið til að byrja. Ef þið hafið áhuga hafið þá samband við búðina því hún er að fara að panta liti að utan.
Við breytinguna í stofunni tók ég sjónvarpið og setti það út í horn og setti bútateppi yfir það. Loftnetið nær ekki svona langt sem mér finnst mikill kostur og líður mér mun betur núna í stofunni. Var að hugsa um að hafa ekkert sjónvarp en þar sem ég bý ein að þá langar mig örugglega einhverntíman að horfa á myndir og svona svo ég geymi það þarfna.
Ég kláraði í morgun bókina ,,into the wild´´ og hún bætir ansi miklu við myndina, eins og alltaf auðvitað. En maður skilur hann aðeins betur og mér finnst líf hans og dauði kenna okkur ansi margt. Ég er alveg viss um að hann var einhverskonar álfur sem var sendur til okkar til að fá okkur til að skoða ýmislegt hjá okkur, en það er bara mín kenning.
Ég fékk yndislegan pakka frá mömmu (frá Indlandi). Til að senda pakka þar þá seturðu innihaldið inn i bylgju pappa og ferð svo með hann til skraddarans sem saumar utan um hann og svo eru sett 3 vax innsygli á hverja hlið. Magnað alveg. Ég er að hugsa um að gera púða úr þessu. Innihaldið var, bleikur trefill, fjólublár trefill, fjólublá taska og 2 bleikir tré fílar.... já hún þekkir sína stúlku, nógu bleikt og fjólublátt og þá slær það í gegn :)
Eigið góða helgi, það er svo gaman að sjá hvað sólin er farin að heilsa okkur þó enn sé kalt í veðri
knús á ykkur
Hrönnsa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 18:35
Glútenlausar uppskriftir
Veigar elskar að djúsa... en hann er ekki alveg jafn duglegur að drekka safann samt, það er eiginlega bara það að liturinn er of grænn fyrir hann (það er mín kenning og ég held mig við hana).... er orðin vön að heyra oojjjj...og ,,nei ég borða ekki svona´´ Magnea mín hvurslags uppeldi er þetta á drengnum??
Jæja, ég ætla að setja hér inn nokkrar uppskriftir sem hafa virkað vel fyrir mig. Sumar eru upprunalega frá Sollu, aðrar af vefnum en hef eitthvað átt við þær allar.
Vöfflur:
1 bolli hrísgrjónamjöl, smá agave sýróp, ca 1 1/2 bolli ab-mjólk, 1/4 bolli olía, 2 tsk vínsteinslyftiduft, 1 tsk salt, 2 egg, 1/4 bolli amaranth mjöl, 1/2 bolli kartöflu mjöl. Allt pískað saman þar til komið er fínt deig og svo baka. Maður er ekki íslendingur nema gera almennilegar vöfflur.
Pönnukökur:
1 egg, 1 tsk vínsteinslyftiduft, 1 msk olía, 115 g hrísgrjónamjöl eða bókhveiti, 60 ml vatn, 170 ml mjólk af einhverju tagi.
Allt sett í matvinnsluvél nema olian, hún er sett á pönnukökupönnu og bakaðar pönnukökur eins og venjulega. Gott að tvöfalda þessa. Líka gott að setja annaðhvort vanillu- eða kardimommuduft
ótrúlega góðar kökur
400g döðlur, 200g möndlur, 6 vistvæn egg, 1 banani, 1 lífræn appelsína, safinn og börkurinn (ég nota reyndar epla og mango safa og sítrónubörk af því ég er með ofnæmi fyrir appelsínum), 6 msk hreint kakóduft (frá sollu), 4 msk kókosolía, 1 tsk vanilluduft, 1 tsk kanill, 1/2 tsk malaður negull
Setjið döðlur, möndlur, kókosolíu, safa og börk í matvinnsluvél. Hrærið vel og bætið síðan eggjunum í, einu í einu í senn. Þegar hrært hefur verið í blöndunni er öllu hinu bætt út í og hrært áfram.
Það er bæði hægt að setja allt deigið í form og gera köku eða gera smákökur. Bakað við 160°C. Ég man ekki hvaðan þessi uppskrift kemur upprunalega, sorrí.
Ég vaknaði í gærmorgun með stíflað nef og hef verið hnerrandi síðan, leit út um gluggann og sá að jörðin var eins og drifhvítt ský sem..... ok ég er ekki alveg svona dramatísk en það hafði semsagt snjóað en hann er allur farinn núna...alla vega heima hjá mér.
Las þetta í gær í bókinni ,,ætigarðurinn´´og hugsaði með mér að þetta kæmi sér vel í kreppunni: ,,fíflablöðin eru mest notuð hrá í salat en sé hörgull á öðru grænu eru þau soðin í súpum og höfð í pottrétti. Blöðin má leggja í vatn í nokkrar mínútur áður en þau eru sett í pott, það dregur úr remmu. Blaðstöngullinn er beiskari en laufið sjálft og það grófasta af honum má rífa burt, hafi maður tíma til þess.....´´ Svo við höfum enga afsökun fyrir því að hafa ekki efni á að kaupa grænt.
Jæja ætla að finna mér eitthvað uppbyggilegt að gera (einmitt það já) svo sé ykkur seinna dúllur
kveðja Hrönnsa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 19:29
Litir náttúrunnar
Það er svo yndislegt þegar litirnir fara að koma aftur í náttúruna, ég bíð spennt eftir fallega gulum fíflum, sóleyjum og gleym-mér-ey sem gera sig svo velkomna í náttúrunni og görðunum okkar. Það er ekki langt að bíða.
Páskarnir voru alveg yndislegir. Þetta er fyrsta fríið mitt höfuðverkjalaus og ég naut þess í botn. Vaknaði og teigði mig í bók, eldaði góðan mat, saumaði og tók svolítið til í kringum mig (það verður víst að gera það líka). Núna er ég södd og sæl af pönnukökuáti og tilbúin að mæta til vinnu á morgun.
Ég hef ákveðið að sækja um sem sjálfboðaliði í eldhúsi í breskum skóla í 9 vikur í sumar. Þessi vika fer í að ganga frá umsókninni og senda hana út. Málið er að mig langar svo rosalega að læra þarna (skúlptúr) en það sem hefur helst setið í mér er að árið kostar alveg um milljón svo ég þarf að vera viss. Þarna fæ ég vonandi frábært tækifæri til að kynnast skólanum og læra helling í grænmetis eldamensku í leiðinni (þetta er lífrænt grænmetis eldhús). Oooh hvað þetta verður gaman, púl og vinna jú en ótrúlega gaman. Svo bjó ég líka í englandi hérna í gamla daga (hóst, soldið langt síðan) og er alveg til í að endurnýja kynnin.
Páskamaturinn var súpa og svo bakaði ég brauð. Máni borðaði bara súpuna sjálfa en ekki grænmetið og baunirnar sem voru í henni en Hafrúnu fannst súpan góð....eða hún sagði það allavega ... brauðið var allt í lagi, ég er að læra þetta með glútenlausu brauðin. Ég gerði múffur og frysti svo restina, fínt að eiga þetta til að grípa í. Þau stoppuðu alveg agalega stutt, veit ekki hvort ég var svona hrikalega leiðinleg eða hvað? Ah þessi ungdómur í dag....
Hafdís (kona pabba) átti afmæli á föstudaginn og fjölskyldunni var boðið í mat. Pabbi stóð upp rétt fyrir matinn og fór með þvílíka ljóðið sem hann orti til konunnar sinnar. Ég var alveg að rifna úr stolti þetta var svo flott hjá honum. Hann er alltaf að yrkja og farinn að lesa bragfræði núna, líst ekkert smá vel á minn kall.
Í morgun fann ég kasettu frá fundi hjá miðli sem ég fór til í nóvember 2005. Það var alveg magnað að heyra þetta, var búin að gleyma þessu öllu saman. Er að hugsa um að fara aftur til hennar núna. Einhver þarna uppi er örugglega að ýta á mig með því að ,,láta´´ mig finna þessa spólu...eða eitthvað álíka. En mig vantaði svoooo hana Magneu mína til að ræða við eftir að ég hlustaði á spóluna. Stundum er Danmörk alveg hrikalega langt í burtu. Svo á hún líka afmæli á miðvikudaginn (sjáið hvað ég er að hjálpa ykkur!!) og þetta er fyrsta afmælið sem við erum ekki saman systurnar held ég bara í 8 ár, en þá var ég í Danmörku og hún hér... svona er heimurinn skrýtinn stundum. Þetta er svona ,,vont en það venst´´ dæmi. Afmælisgjöfin hennar er ekki alveg tilbúin og ekki mér að kenna í þetta skiptið heldur fékkst einfaldlega ekki það efni sem mig vantaði til að klára hana. En það verður ekki langt í að ég geti sent hana út held ég.
jæja, dagur að kveldi kominn og allt það. Hlakka til að labba í vinnuna á morgun, hef saknað göngunnar í fríinu, kroppurinn farinn að kalla á það
knús á ykkur
Hrönnsan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 12:36
Gleðilega páska
Ég vaknaði í gærmorgun og brosti allann hringinn...ah komin í páskafrí. Ég tók svo til við að þrífa eldhúsið hátt og lágt (en ekki hvað?) svo núna er það glimrandi og flott. Kom mér svo vel fyrir og las bók...yndislegt.
Á miðvikudagskvöldið fór ég á pastagerðarnámskeið hjá Sollu og Eiríki bróður hennar. Sumum þætti skrýtið að fara á námskeið þar sem ég get ekki borðað það sem eldað er en markmiðið hjá mér var einmitt það að fá hugmyndir um hvernig ég ætti að gera glútenlaust pasta sjálf...og komst að því að það er eiginlega ekki hægt. Ég er samt mjög bjartsýn og ætla að reyna. Ég hef nú aldrei spáð í því að það skipti máli hvernig sósu þú ert með og hvaða form af pasta maður notar með, ég hef nú alltaf bara kosið það sem til er eða það sem mig langar í, svona í gegnum tíðina...en no more..nú er ég með þetta allt á hreinu, ó já :) já og svo var ofsalega gott salat og svona antipasti svo ég fór nú alls ekki svöng heim.
Er að lesa ,,homemaking as a social art´´ bókina núna yfir páskana og hún er jafn yndisleg og nafnið gefur til kynna. Bók sem mig langar ekki að klára, hún er svo yndæl og hlý. Byggir mjög á grunni Steiner og er því mjög svona ,,mjúk´´ bók. Hvað er betra en akkurat núna þegar sólin brýst í gegnum skýin og litlu laukarnir að koma upp í garðinum mínum? Dettur akkurat ekkert betra í hug.
Ég bjó til 4 páskaegg, bara eitt af þeim er fyrir mig samt, ég er nú ekki alveg svona gróf. Hin eru í gjafir. Ég pakkaði þeim fallega inn með sætum miða og finnst þau miklu flottara en þessi keyptu egg, fyrir utan hollustuna auðvitað. En manni finnst jú sinn fífill alltaf flottastur er það ekki?
Ég vinn jú í kringlunni og var að fara heim um daginn, stóra hringhurðin var eitthvað lasin því hún fór alveg rooooosalega hægt (en hreyfðist samt alveg) og ég get sagt ykkur það að fólk var gersamlega að tapa sér þarna inni ,, er hurðin biluð? afhverju fer hún svona hægt? hvað er í gangi´´ Þarna var fólk að stressa sig þvíííílíkt á því að komast ekki út fyrr en nokkrum sekúndum seinna en venjulega. Eigum við ekki að reyna að slappa meira af og leyfa hlutunum að gerast? Muna að anda inn og út og sleppa þessu brjálaða stressi? Ég skemmti mér konunglega þarna inni í þessu samt og brosti hringinn og hló (sem kannski hjálpaði ekki upp á stress ,,fílinginn´´ í kringum mig?)
Ég ætla að athuga í kokkabókunum með pasta uppskriftir á eftir, það væri gaman að búa til og hafa í matinn um páskana. Læt vita hvernig gengur.
jæja, þá er straujárnið örugglega orðið vel heitt í eldhúsinu (það datt í gólfið um daginn ...já aftur... og er alveg á síðustu metrunum held ég).
Knús á ykkur yndislegu vinir og aðrir sem hingað koma
Hrönnsa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2008 | 21:11
Lífið er stutt, ég má engan tíma missa.....
Jæja, ég er búin að búa mér til páskaegg og fylla það með yndislegum fræum, ristuðum kókosflögum, ljósum rúsínum og öðru sem mér finnst gott. Ég setti reyndar ekki málshátt inní þar sem ég myndi skrifa hann sjálf svo ekkert spennó við það... Það reyndist örlítið flóknara í byrjun að ná tökum á þessu en nú er ég orðin rosa klár og þetta tekur enga stund. Eggið situr í ísskápnum og bíður eftir páskum....mmm get varla beðið. Nú á ég eftir að gera 2 egg fyrir pabba og þá mun þessi litla súkkulaðiverksmiðja loka í smá stund. Ég ætla nú að panta kakósmjör fyrir næstu súkkulaðigerð, þá verður súkkulaðið meðfærilegra, eða réttara sagt þarf ekki að geyma það í ísskápnum eða frystinum (hefði sem sagt verið snilld í páskaegggin) og bragðið verður örlítið mildara. Semsagt verður það næst, þarf að panta það frá Englandi.
Páskaliljurnar eru farnar að stingast upp úr moldinni í garðinum mínum, heyrst hefur í lóum í Grafarvoginum, geitungar eru að vakna úr dvala og farfuglarnir farnir að sjást.... semsagt vorið er á næsta leiti...looooksins. Já þetta er allt að koma hjá okkur hér á Fróni. Afi er nú reyndar á því að þessi eina lóa sem heyrðist í hafi bara orðið eftir í fyrra, en ég hlusta nú ekki á svona rökfærslu :) Ekkert skal brjóta vorfílínginn minn ....
Ég er alveg að verða búin með nýja bútateppið, saumaði helling í dag og þetta er alveg að koma... myndir koma bráðlega.
Kvöldmaturinn var súpa með bókhveiti...mmm.. Ég var að uppgötva að í staðinn fyrir að setja pasta í súpur (munið glúten ofnæmi hér á bæ) er rosalega gott að setja bókhveiti (heilt) út í. Allar aðrar hugmyndir eru vel þegnar.
Um daginn fór ég upp í frú fiðrildi á laugaveginum en kom að tómum kofanum... það er semsagt búið að loka henni.. því miður. Ég ætlaði að kaupa þar dyrahnappa (eða húna eða hvað þetta heitir nú). Ótrúlega flottir sem voru til þar... nú þarf ég annaðhvort að hafa upp á eigendunum (nýbúin að henda nafnspjaldinu þeirra...hvað er þetta með mig og að henda hlutum rétt áður en ég þarf að nota þá?) eða finna aðra búð sem selur svona gamla flotta húna. Vantar á skápinn sem ég ætla að gera upp. Mig rámar eitthvað í að mamma þekki einhvern sem er frændi eða frænka eigenda frú fiðrildis....ok soldið langsótt en þegar mamma kemur frá Indlandi hlýtur hún að geta grafið eitthvað upp....ef ég verð ekki búin að því sjálf það er að segja.
Ég er búin að vera að lesa ,,Gluten free girl´´ bókina í dag og hún er æði!! Ef þið hafið gaman af mat yfir höfuð er þetta bók fyrir ykkur. Hún talar jú helling um glúten en líka bara það að hafa gaman af matargerð yfir höfuð. Það er ekkert rosalega mikið af uppskriftum og þær sem eru henta mér ekkert rosalega, aðallega vegna þess að þau mjöl sem hún notar eru ekki til hér auk þess sem hún notar soldið mikið sykur. Spurning um að gera bara tilraunir..... ekki slæm hugmynd.
Heil vika fram undan af óvæntum atburðum.... stór dagur hjá mér á morgun (fer ekkert nánar út í það) og er svo að fara á einhverja aloe vera kynningu annað kvöld í Hlíðarsmára. Það verður örugglega gaman bara. Ég var að skoða heimasíðuna þeirra og þar er margt interessant að finna, kemur allt í ljós kemur allt í ljós...
Knúsið og kyssið hvort annað í kvöld elskurnar mínar og eigið góða viku...
kveðja frá Hrönnsu pönnsu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 21:58
Blindur er sjónlaus maður
Ég á flottasta, sætasta og skemmtilegasta frænda í öllum heiminum..... mér finnst það allavega. Hann er líka fyndinn, klár og ótrúlega ótrúlega gott að hafa hann nálægt. Ég tók þessa mynd í fyrra sumar í göngu/hjóla ferð um vesturbæjinn. Veigar fór gersamlega allt á þessu rauða hjóli sínu, ótrúlegt hvað hann var duglegur. Ef hægt var að hjóla það þá var það gert. Núna er pilturinn fluttur til Danmerkur og mér finnst alveg agalegt að geta ekki knúsað hann á hverjum degi en svona er víst lífið okkar núna... ég hlakka allavega mikið til að hitta hann. Hjólið er núna í geymslunni minni og býður eftir því að einhver önnur lítil manneskja uppgötvi leyndardóma þess. Þetta hjól hefur farið víða, ójá og á örugglega eftir að gera það áfram í náinni framtíð.
Helgin....jamm.. páskaeggjagerð bíður, rosa gaman. Það sést á fyrirsögninni hér að ofan að ég er að velta fyrir mér málsháttum til að setja inn í eggin. Þeir eru soldið ,,afbakaðir´´ sem er bara gaman. Já og svo er tiltekt og bíó jafnvel...aldrei að vita hvað gerist.
Ég er með eitt stykki fataskáp á miðju stofugólfinu hjá mér. Ég keypti hann þegar ég var ca 13 ára í dánarbúi. Þetta er fyrsta húsgagnið sem ég keypti mér sjálf. Hann er búinn að vera í geymslu mjög lengi og er orðinn soldið lúinn. Ég er búin að reyna að gefa hann, hart var barist en aldrei kom neinn að sækja greyið. Nú hef ég ákveðið að taka málninguna af honum og setja jafnvel mósaik á einhvern hluta hans. Eitt vandamál... hann er læstur og aldrei verið til neinn lykill... hvernig opnar maður svona gamlan skáp?? Allar hugmyndir vel þegnar..kannski ég hafi svona samkeppni, hver kemur upp með skemmtilegustu hugmyndina...hmm...já kannski.
Enn ein vikan búin..hvað ætli gerist á morgun? Hllllllaaakkkið þið til!!!!
pönnslan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 20:19
Um kannanir
Ég er ótrúlega forvitin að eðlisfari og það háir mér nú ekkert að ráði held ég. Ég er alveg pottþétt á einhverjum úthringilista hjá gallup eða hvað þetta heitir. Ókei sjáið þetta fyrir ykkur.... síminn hringir...ég tek upp tólið... þýð rödd segir ,,góða kvöldið er þetta Hrönn... má ég trufla þig aðeins....´´ og ég bara geeeet ekki sagt nei, ekki afþví ég vil vera leiðinleg..nei nei..ég bara verð að vita um hvað könnunin snýst.
Um daginn hringdi kona og var mjög kurteis..þangað til ég sagði já já þú mátt alveg trufla mig... þá dembir hún á mig ,,gerirðu þér grein fyrir hvað þú ert að borga í símareikning á mánuði?´´.... uuuu..já ég veit alveg hvað ég er að borga í síma. (gera það ekki allir?) Ég hef nú aldrei lent í svona ágengri ,,sölu´´ mannesku áður, fljótlega komst ég nefnilega að því að hún var að reyna að fá mig til að skipta um símafyrirtæki (er búin að gera það einu sinni og það er alveg nóg)....sama hvað ég reyndi að komast undan því og svara ,,ég er nú mjög ánægð þar sem ég er´´ eða ,,mig langar ekkert að skipta´´..nei nei hún var ekki að kaupa það .... þetta var orðið frekar vandræðalegt allt saman en einhvernveginn tókst mér nú samt að kveðja bara. Svo var það bara núna fyrir nokkrum kvöldum að ég var spurð hvort ég vildi svara könnun um heimilistæki. Tækjafríkin ég hélt það nú...loksins gæti ég svarað almennilega (ef það er pólitík þarf ég oftast að spyrja...í hvaða liði er hann aftur....ha? hver er það?..nú..uuu..hvernig lítur hún út?) Allavega..heimilistæki..ekki málið. Svo hófst könnunin og alltaf svaraði ég.... Elko... ,,hvar kaupirðu helst raftæki?´´ uuuu...Elko....og svona hélt þetta áfram. Mér fannst ég vera búin að svara full oft Elko og fór að reyna að breyta svörunum mínum. Svo þegar líða fer á þetta allt saman fer hann að spyrja Elko þetta og Elko hitt.... aha..þetta var semsagt svona Elko könnun... Loka spurningin var svo ,,var þessi könnun hæfilega löng eða mjög löng?´´ sko..könnunin var mjööööög löng og mjööööög leiðinleg en ég sagði að hún væri hæfilega löng því ég vorkenndi stráknum svo rosalega að vera í svona leiðinlegri vinnu. (semsagt leiðinlegri vinnu að mínu mati, það er örugglega til fólk sem finnst þetta skemmtilegt.)
Áðan var svo hringt í mig og ég spurð hvort ég vildi styrkja eitthvað málefni. Jú ekkert mál ég gerði það en.... konan talaði svo rosaleg rosalega hratt að ég hef eiginlega ekki hugmynd um hvað ég var að styrkja...sem mér finnst mjög fyndið.. það kemur bara í ljós þegar ég fæ gíróseðilinn :) Ég heyrði allavega ,,fatlaðir´´ og ,,þetta eru einu peningarnir sem við fáum´´.... ok... gott og vel.
Ég hlakka mikið til að komast í páskafrí, setja tærnar upp í loft og hafa það gott. Ég ætla svoooo að njóta þess skal ég segja ykkur, er ekki með neitt planað... alveg eins og það á að vera.
Knús á ykkur snúllurnar mínar
Hrönnsan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2008 | 21:17
Betra er að ganga fram af fólki en björgum
Ég eeeelska ís, hef alltaf gert. Fékk nýja uppskrift á námskeiðinu um daginn og ætla ekkert að fara út í magnið sem ég innbyrti um helgina. En hver getur staðist svona bleikan ís?? Ekki ég allavega.
Ég er farin að ganga í vinnuna, tekur um 40 mínútur hvor leið, hef bara gott af því. Á leiðinni í dag fór ég að hugsa um veikindin mín undanfarin 10 ár. Ég hef lært ótrúlega margt um lífið og tilveruna og þó aðallega um mig sjálfa. Þetta hefur ekki alltaf verið beinn vegur. Einu sinni var mér sagt að plöntur vaxa ekki beint upp eins og allir halda. Þær vaxa upp og svo fara þær aftur aðeins niður, svo hærra upp og svo aðeins niður. Meðan þær fara niður eru þær að styrkja sig og huga að sjálfum sér. Ég held að við mannfólkið séum svona líka, alla vega á þetta vel við um mig.
Í janúrar 1997 fékk ég flensu og höfuðverk. Eftir um 3 vikur var flensan löngu farin en ég var ennþá með höfuðverk allan sólarhringinn svo ég fór til læknis. Ég bjó í englandi á þessum tíma og fékk mjög góða þjónustu. Eftir fullt af pensilíni og ýmsum styrkleikum af verkjalyfjum hófust rannsóknir. Núna 11 árum síðar hef ég misst tölu á því hversu oft ég hef farið í heilaskann, mri á heila og mænu og endalausar rannsóknir sem hafa aldrei skilað árangri. Þegar heimur lækna skilaði engu leitaði ég til náttúrulækna, miðla, grasalækna, nuddara og ég man ekki hvað, ef það er til hef ég reynt það...svo einfalt er það.
Það sem meðal annars hefur verið reynt og ekki virkað er: Sterasprautur í háls, hnakka, höfuð og kjálka, brennt fyrir taugaenda á 4 stöðum í hálsi, botox sprautur í enni, augabrúnir og kjálka, taugapróf á höfði, hálsi, öxlum og höndum, 5 vikur á geðdeild borgarspítalans, 2 vikur á geðdeild landsspítalans, 2 kírópraktorar, nudd, kínverskt nudd, sjúkraþjálfun, jóga, geðlæknar, sálfræðingar. Auk þess var ég í 3 mánuði á verkjadeild Reykjalundar, hafði reyndar mjög gott af þeirri dvöl en hausinn lagaðist ekki neitt. Sama hvað reynt hefur verið, hausinn haggast ekki. Svo auðvitað allir styrkleikar af verkjalyfjum sem virkuðu ekki í baun og í mörg ár tók ég aldrei verkjalyf. Svo einn daginn gat ég ekki meir, fékk morfín, varð háð því í nokkra mánuði(ekki gaman) og ákvað svo að hætta því og lifa verkjalyfjalaus.
Síðan í fyrra kom í ljós að ég væri með glútenofnæmi og ristilsjlúkdóm. Ég hafði reyndar verið dugleg í hollu matarræði, en borðaði spelt og spáði ekkert í því hvað væri í matnum þegar ég var í mat annarsstaðar. Svo gerðist það ótrúlega....ég fór að vakna höfuðverkjalaus. Ég man að þegar það gerðist í fyrsta sinn brá mér svo rosalega....ég lá í rúminu og þorði ekki að hreyfa mig, búin að gleyma hvernig tilfinningin væri að vera ekki með höfuðverk. Ég gat farið að hlusta á tónlist aftur og vaknaði til lífsins á svo ótrúlega margan hátt. Hver hefði trúað því að glútein hefði þessi áhrif?? Reyndar bað ég lækni um að fara í próf vegna glúteins 1998, það var tekin blóðprufa og mér sagt að ekkert hefði komið út úr henni. Núna er ég búin að komast að því að það er ekki hægt að vita þetta með blóðprufu, svo ég held að þetta hafi verið gert til að halda mér ,,góðri´´. Það er nefnilega ekki vinsælt að storma til læknis og fara fram á eitthvað sérstakt, ónei. En í gegnum árin er ég búin að koma mér upp læknum sem virkilega hlusta á mig og ég get fengið ótrúlegustu hluti í gegn. En semsagt....allt er á réttu róli núna. Svolítið skrítið að höfuðverkurinn byrjar í jan 1997 og í des 2007 fer ég að finna að hann er að minnka...semsagt akkurat 10 ár. Ég held að þetta sé eitthvað sem einhver þarna uppi vildi að ég gengi í gegnum. Ég þarf að passa mig rosalega vel og ef ég geri allt rétt er ég góð í höfðinu fram að hádegi.
En að öðru.... Máni kjáni verður 18 ára á morgun. Þar sem mamma er á Indlandi kemur það í minn hlut að baka fyrir hann. Þegar ég spurði hvað hann vildi var svarið ,,rjómatertu og pönnukökur´´ ....hmm ok... ég hef ekki bakað svona ,,óhollustu köku´´ í mörg mörg ár svo þetta er búið að vera frekar fyndið, en ég held að þetta sé að takast hjá mér. Kemur í ljós á morgun. Notaði reyndar spelt og rapadura sykur en hei.....það fattar það enginn.... Keypti svo gjöf handa honum í dag sem ég vona að hann verði ánægður með. Er svona að velta fyrir mér hvað ég eigi að hafa handa okkur um páskana.... allar hugmyndir vel þegnar. Ég get ekki boðið honum endalaust í kjúkling...??
Er aaaalveg að verða búin með annað bútateppi - þau hrannast upp hjá mér (fattiði? hrannast - hef lélegasta húmor í heimi). Nokkrir dagar eftir og þá verður það tilbúið..vúhú. Var reyndar í svo rosalega pirruðu skapi alla helgina, mig langaði bæði að drepa einhvern og leggjast í gólfið og grenja. Ef ég hefði vott af húmor fyrir sjálfri mér gæti ég hlegið að þessu. Held ég þurfi að athuga hormónana mína...macca?
Þetta er búin að vera þvílík langloka svo ég hætti á toppnum ....
kveðja frá Hrönnsu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2008 | 17:02
Þegar vel gengur
Ég fór á námskeið á mánudagskvöldið til Sollu sætu. Í þetta skiptið var ég að læra að búa til holl páskaegg, svo nú verður mikið brallað í eldhúsinu næstu vikur. Bara gaman. Ég er nú kvöldsvæf í meira lagi. Ef ég get verið komin upp í rúm um 9 leitið á kvöldin líður mér best. Svo nú voru góð ráð dýr.....hvernig átti ég að halda mér vakandi allt kvöldið án þess að vera sí geyspandi og sjá rúmið mitt í hyllingum...það er sko ekki gaman, ó nei. Ég blandaði ansi sterktan grænan drykk (vatn plús fullt af þurrkuðum grösum) og setti grænt te út í (sem inniheldur ca 20% koffein á við kaffibolla). Svo var Solla með einhverjar töflur, svo ég tók það bara líka. Þetta virkaði svona ljómandi vel, var í essinu mínu, enda mikið hlegið og allt mjög gaman. Ég var komin heim milli 11 og hálf 12....eeenn þá var komið babb í bátinn...kroppurinn minn er alls ekki vanur koffeini, plús allri þessari grænu orku (full sterk blanda hjá mér og drakk yfir líter). Mér leið vægast sagt einkennilega, var rosalega ,,víruð´´ og eins og ég væri hreinlega ,,á einhverju´´ sem ég var jú....allavega sofnaði ég ekki fyrr en um 2 um nóttina :) hehe en þetta var alveg þess virði.
Núna er ég semsagt búin að kaupa mér páskaeggjamót (nýbúin að henda þeim sem ég átti, hélt ég myndi aldrei gera egg) og bíð bara eftir laugardeginum svo ég geti hafist handa. Pabbi er búinn að panta 2 egg, enda sé ég honum fyrir súkkulaðinu sem ég bý til, það er eina nammið sem hann (og ég) megum borða. Ætla að gera tilraunir líka með súkkulaði með fyllingum..... er alveg að verða pró í þessu bara... set inn myndir af afrakstrinum fyrir þá sem ekki fá egg frá mér í ár...þeir verða bara að dást að myndum...
Sit hér og gæði mér á yndislegri vatsmelónu....ef vorið ætlar ekki að koma til mín sæki ég það bara út í næstu búð...er jú nútímakona og allt það.
Munið að njóta lífsins gæskurnar
pönnslan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 17:26
Gamlir tímar
Ooohh ég bíð alveg eftir sumrinu, sérstaklega á morgnana þegar ég stend úti að bíða eftir strætó í snjóbyl eins og í morgun....
Fann þetta í gamalli saumabók frá 1949: Prepare yourself mentally for sewing. Think about what you are going to do.. never approach sewing with a sigh or lackadaisically. Good results are difficult when indifference predominates. Never try to sew with a sink full of dirty dishes or beds unmade. When there are urgent housekeeping chores, do these first so your mind is free to enjoy your sewing... When you sew make yourself as attractive as possible. Put on a clean dress. Keep a little bag full of French chalk near your sewing machine to dust your fingers at intervals. Have your hair in order, powder and lipstick put on... If you are constantly fearful that a vistior will drop in or your husband will come home and you will not look neatly put togeather, you will not enjoy your sewing as you should. Það er nebblega það....ekkert var auðvelt þarna í gamla daga.... En ég er auðvitað með þetta allt á hreinu, set allavega alltaf á mig varalit þegar ég sest niður við saumaskapinn, það er nú lágmark finnst mér!! hohoho
Í gær kom kona til mín og sagði ,,talarðu íslensku?´´ Eftir að ég játaði því spurði hún hvort ég væri íslendingur...ég sagði auðvitað já og hún bað þvílíkt afsökunar. Frekar fyndið. Þetta minnti mig á tvö dæmi úr mínu lífi, það fyrra var þegar ég var c.a 8 ára og var úti á að leika mér í Furugrundinni, tvær stelpur fóru að spyrja mig hvort pabbi minn væri útlenskur. Ég fullvissaði þær um að svo væri nú ekki en þær voru ekki alveg að kaupa það. Eftir að hafa þulið upp að allir í minni fjölskyldu væru sko íslendingar og hananú sögðu þær ,,já en afhverju líturðu þá svona út?´´ ah börn geta verið grimm... Seinna dæmið var á laugaveginum þegar ég var 14 ára. Var stödd í plötubúð og afgreiðslumaðurinn var búinn að vera ótrúlega lengi í símanum (að mér fannst allavega) en ég beið bara róleg, svo allt í einu segir hann í símann ,,heyrðu ég verð að tala við þig seinna, það er einhver túristi hérna.´´ Hann varð vægast sagt vandræðalegur þegar ég opnaði á mér munninn hehe.... En nú er komin svo mikil flóra í mannlífið hjá okkur hér á litla Íslandi og þessvegna var ég svona hissa í gær.
nóg í bili.... bíð bara eftir betra veðri eins og þið hin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)